Erlent

Sex ljón afhöfðuð og hrammarnir hirtir

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Umrædd ljón eru þekkt fyrir þann eiginleika sinn að geta klifrað í trjám.
Umrædd ljón eru þekkt fyrir þann eiginleika sinn að geta klifrað í trjám.

Sex ljónshræ hafa fundist í Queen Elizabeth National Park í Úganda. Grunur leikur á um að eitrað hafi verið fyrir dýrunum en búið var að afhöfða þau og fjarlæga hramma þeirra.

Yfirvöld segjast ekki geta útilokað að um ólöglegan veiðiþjófnað sé að ræða. Lögregla rannsakar málið.

Umrædd ljón voru þekkt fyrir þann eiginleika sinn að geta klifrað í trjám.

Talsmaður garðsins sagði starfsmenn hans harma dauða ljónanna. Hann benti á að tekjur vegna náttúrutengds ferðamannaiðnaðar væru um tíu prósent af vergri landsframleiðslu Úganda og væru meðan annars notaðar til að fjármagna dýravernd.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×