Hönnuðu alhvíta fótboltaskó með rós fyrir landsliðskonuna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. mars 2021 12:30 Rose Lavelle fagnar marki með bandaríska landsliðinu á SheBelieves Cup á dögunum. Getty/Roy K. Miller Bandaríska landsliðskonan Rose Lavelle mun ekki spila í neinum venjulegum skóm á næstunni því íþróttavöruframleiðandinn New Balance lét hanna handa henni sérstaka Rose Lavelle skó sem kynntir voru í gær. Rose Lavelle er 25 ára miðjumaður sem hefur á síðustu árum komið sér í hóp bestu knattspyrnukvenna heimsins. Framtak New Balance er enn eitt dæmið um vinsældir bestu fótboltakvenna heims og hvernig þær eru farnar að fá sérhannaðar vörur alveg eins og karlarnir. Þykir þetta eitt lítið sýnishorn um breytta og betri tíma hvað varðar meira jafnræði milli kynjanna í fótboltaheiminum þótt að langur vegur sé eftir enn. Það má sjá þessa nýju sérhönnuðu skó Rose Lavelle hér fyrir neðan. NB Football drop custom boots for @roselavelle pic.twitter.com/1OfGD4uxRu— B/R Football (@brfootball) March 16, 2021 Lavelle sló í gegn á síðasta heimsmeistaramóti þegar hún hjálpaði bandaríska landsliðinu að verða heimsmeistari í fjórða sinn. Lavelle fékk bronsboltann sem þriðji besti leikmaður heimsmeistaramótsins en hún skoraði þrjú mörk í mótinu þar á meðal eitt í úrslitaleiknum. Lavelle lék þá með Washington Spirit liðinu í bandarísku deildinni en í ágúst á síðasta ári þá samdi hún við stórlið Manchester City. Lavelle hefur verið í góðum gír á nýju ári og var meðal annars kosin besti leikmaður SheBelieves Cup á dögunum þar sem þær bandarísku höfðu betur á móti Brasilíu, Kanada og Argentínu. The footwork by @roselavelle @brfootball(via @ManCityWomen)pic.twitter.com/wmyAAHMz6K— Bleacher Report (@BleacherReport) March 11, 2021 Rose Lavelle ætlar að frumsýna nýju skóna sína í deildarleik á móti Bristol City. Skórnir eru alhvítir og merktir Lavelle en þar á meðal má sjá útlínur af rós aftan á hælnum. Eini dragbíturinn er að þessir skór munu verða fljótt skítugir og þá verður örugglega erfitt að ná úr þeim grasgrænunni eftir leik. Þeir eru samt mjög fallegir fyrir leik. Guaranteed the most wholesome video you'll see all week@roselavelle meets a young Rose Lavelle pic.twitter.com/vpkEgGvH7t— Women's ICC (@iccwomen) March 9, 2021 Fótbolti Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Jafnt í stórleiknum Fótbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Sjá meira
Rose Lavelle er 25 ára miðjumaður sem hefur á síðustu árum komið sér í hóp bestu knattspyrnukvenna heimsins. Framtak New Balance er enn eitt dæmið um vinsældir bestu fótboltakvenna heims og hvernig þær eru farnar að fá sérhannaðar vörur alveg eins og karlarnir. Þykir þetta eitt lítið sýnishorn um breytta og betri tíma hvað varðar meira jafnræði milli kynjanna í fótboltaheiminum þótt að langur vegur sé eftir enn. Það má sjá þessa nýju sérhönnuðu skó Rose Lavelle hér fyrir neðan. NB Football drop custom boots for @roselavelle pic.twitter.com/1OfGD4uxRu— B/R Football (@brfootball) March 16, 2021 Lavelle sló í gegn á síðasta heimsmeistaramóti þegar hún hjálpaði bandaríska landsliðinu að verða heimsmeistari í fjórða sinn. Lavelle fékk bronsboltann sem þriðji besti leikmaður heimsmeistaramótsins en hún skoraði þrjú mörk í mótinu þar á meðal eitt í úrslitaleiknum. Lavelle lék þá með Washington Spirit liðinu í bandarísku deildinni en í ágúst á síðasta ári þá samdi hún við stórlið Manchester City. Lavelle hefur verið í góðum gír á nýju ári og var meðal annars kosin besti leikmaður SheBelieves Cup á dögunum þar sem þær bandarísku höfðu betur á móti Brasilíu, Kanada og Argentínu. The footwork by @roselavelle @brfootball(via @ManCityWomen)pic.twitter.com/wmyAAHMz6K— Bleacher Report (@BleacherReport) March 11, 2021 Rose Lavelle ætlar að frumsýna nýju skóna sína í deildarleik á móti Bristol City. Skórnir eru alhvítir og merktir Lavelle en þar á meðal má sjá útlínur af rós aftan á hælnum. Eini dragbíturinn er að þessir skór munu verða fljótt skítugir og þá verður örugglega erfitt að ná úr þeim grasgrænunni eftir leik. Þeir eru samt mjög fallegir fyrir leik. Guaranteed the most wholesome video you'll see all week@roselavelle meets a young Rose Lavelle pic.twitter.com/vpkEgGvH7t— Women's ICC (@iccwomen) March 9, 2021
Fótbolti Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Jafnt í stórleiknum Fótbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Sjá meira