Börn í Kópavogi slegin eftir uppákomu í vettvangsferð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. mars 2021 13:50 Börnin voru í Strætó þegar karlmaðurinn í annarlegu ástandi sparkaði til þeirra. Vísir/Vilhelm Nemendur í fjórða bekk í Hörðuvallaskóla í Kópavogi lentu í heldur óskemmtilegri uppákomu í strætisvagni á leiðinni heim úr vettvangsferð í dag. Karlmaður í annarlegu ástandi hrópaði ókvæðisorð yfir börnin og sparkaði til nokkurra nemenda. Deildarstjóri yngra stigs skólans segir að börnin hafi að vonum verið slegin eftir þessa uppákomu. Guðbjörg Oddsdóttir, deildarstjóri yngra stigs skólans, segir í tölvupósti til foreldra að par í annarlegu ástandi hafi beðið eftir strætó á sama stað og nemendurnir. Maðurinn hafi verið farinn að kalla ókvæðisorð að börnunum á stoppustöðinni og færst í aukana þegar komið var inn í strætóinn. „Hann hrópaði ókvæðisorð yfir strætóinn og sagði ljóta hluti við börnin og þá fullorðnu sem í strætó voru. Einnig sparkaði hann til nokkurra nemenda. Börnin voru að vonum slegin eftir þessa uppákomu,“ segir Guðbjörg í tölvupóstinum. Hún hafi farið inn í stofur og rætt við nemendur auk þess að hringja í foreldra þeirra barna sem urðu fyrir spörkum. Vakin er athygli á því að börnin hafi eflaust þörf til að ræða atvikið vel heima við. Hörðuvallaskóli í Kórahverfinu í Kópavogi.Vísir/Vilhelm Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi hjá Strætó, hafði ekki heyrt af málinu. Hann segir vinnureglur þó skýrar hjá Strætó ef viðskiptavinir sýni af sér ógnandi hegðun. Þá eigi að stoppa á næstu biðstöð, opna allar dyr á vagninum og vísa viðkomandi út. Ef viðkomandi hlýði ekki eigi að kalla til lögreglu. Hann ætlar að reyna að afla sér nánari upplýsingar um málið. Þórunn Jónasdóttir skólastjóri vildi ekki tjá sig um atvikið í samtali við fréttastofu og vísaði á samskiptastjóra Kópavogsbæjar. Sigríður Björg Tómasdóttir, almannatengill Kópavogsbæjar, segir í samtali við Vísi að skólastjóri ætli að funda með kennurum og starfsfólki sem var í vettvangsferðinni á eftir til að fara betur yfir málsatvik. Hún hafði ekki upplýsingar um hver atburðarásin hefði verið í strætisvagninum varðandi fólkið og börnin, þ.e. hvernig málinu hefði lokið. Skóla - og menntamál Grunnskólar Strætó Kópavogur Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Deildarstjóri yngra stigs skólans segir að börnin hafi að vonum verið slegin eftir þessa uppákomu. Guðbjörg Oddsdóttir, deildarstjóri yngra stigs skólans, segir í tölvupósti til foreldra að par í annarlegu ástandi hafi beðið eftir strætó á sama stað og nemendurnir. Maðurinn hafi verið farinn að kalla ókvæðisorð að börnunum á stoppustöðinni og færst í aukana þegar komið var inn í strætóinn. „Hann hrópaði ókvæðisorð yfir strætóinn og sagði ljóta hluti við börnin og þá fullorðnu sem í strætó voru. Einnig sparkaði hann til nokkurra nemenda. Börnin voru að vonum slegin eftir þessa uppákomu,“ segir Guðbjörg í tölvupóstinum. Hún hafi farið inn í stofur og rætt við nemendur auk þess að hringja í foreldra þeirra barna sem urðu fyrir spörkum. Vakin er athygli á því að börnin hafi eflaust þörf til að ræða atvikið vel heima við. Hörðuvallaskóli í Kórahverfinu í Kópavogi.Vísir/Vilhelm Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi hjá Strætó, hafði ekki heyrt af málinu. Hann segir vinnureglur þó skýrar hjá Strætó ef viðskiptavinir sýni af sér ógnandi hegðun. Þá eigi að stoppa á næstu biðstöð, opna allar dyr á vagninum og vísa viðkomandi út. Ef viðkomandi hlýði ekki eigi að kalla til lögreglu. Hann ætlar að reyna að afla sér nánari upplýsingar um málið. Þórunn Jónasdóttir skólastjóri vildi ekki tjá sig um atvikið í samtali við fréttastofu og vísaði á samskiptastjóra Kópavogsbæjar. Sigríður Björg Tómasdóttir, almannatengill Kópavogsbæjar, segir í samtali við Vísi að skólastjóri ætli að funda með kennurum og starfsfólki sem var í vettvangsferðinni á eftir til að fara betur yfir málsatvik. Hún hafði ekki upplýsingar um hver atburðarásin hefði verið í strætisvagninum varðandi fólkið og börnin, þ.e. hvernig málinu hefði lokið.
Skóla - og menntamál Grunnskólar Strætó Kópavogur Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira