Innlent

Býður þeim sem vilja að hlaupa með sér síðustu kílómetrana

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Vinirnir Bjartur og Brandur.
Vinirnir Bjartur og Brandur. Vísir/Vilhelm

Bjartur Norðfjörð, sem undanfarið hefur hlaupið tugi kílómetra bæði nótt og dag, býður öllum þeim sem vilja að hlaupa með sér frá Ráðhúsinu og umhverfis Tjörnina klukkan átta í kvöld. Bjartur hleypur til styrktar vini sínum Brandi Karlssyni en markmiðið með framtakinu er að safna fé sem nýtt verður í baráttuna fyrir bættu aðgengi fatlaðra.

Bjartur hefur um helgina hlaupið sex kílómetra á fjögurra klukkustunda fresti og hefur þegar hlaupið 72,83 kílómetra og á eftir tvö hlaup af sjö. Sjálfur ætlar hann að klára síðasta hlaupið á miðnætti í kvöld. Hann býður aftur á móti öllum þeim sem vilja að hlaupa með honum næst síðasta hlaupið og hvetur þá sem vilja að mæta að Ráðhúsinu klukkan 19:40 í kvöld, á planinu aftan við Ráðhúsið við Tjarnargötu. Hlaupið er um 6,5 kílómetrar eða um fjórir og hálfur hringur í kring um tjörnina. Hverjum og einum er þó velkomið að hlaupa á sínum hraða og þá vegalengd sem þeim hentar.

Brand­ur Karlsson hef­ur verið lamaður fyr­ir neðan háls í um ára­tug. Brandur kynntist félaga sínum Bjarti Norðfjörð í gegn­um föður þess síðarnefnda, sem tók þátt í að hanna sér­staka fluggrind fyr­ir Brand á sín­um tíma, sem gerði hon­um kleift að stunda svifflug.

Þeir sem vilja, geta lagt söfnuninni lið með því að leggja inn á reikning Brands, rknr: 515-14-412345, kennitala: 0201823779, eða í gegnum Aur eða Kass í símanúmerið: 7700221. Þá er hægt að fylgjast með Bjarti á Instagram-reikningi hans.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.