Skjálfti upp á fimm sem fannst bæði í Búðardal og Vík í Mýrdal Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. mars 2021 00:44 Keilir og svæðið í kring séð úr lofti. Ragnar Axelsson flaug yfir svæðið í vikunni og tók þessa mynd. RAX Þrír stórir skjálftar hafa orðið á suðvesturhorninu eftir miðnætti. Sá síðasti um klukkan tvö var fimm að stærð og fannst vestur í Búðardal og austur í Vík í Mýrdal. Snarpir skjálftar fundust vel á suðvesturhorninu klukkan 00:42 og 01:40. Hús hristust vel á höfuðborgarsvæðinu og vestur í Borgarnes. Samkvæmt upplýsingum af vef Veðurstofunnar var fyrri skjálftinn 3,8 að stærð en sá síðari 4,1 að stærð. Sá fyrri mældist um 1,1 kílómetra austsuðaustur af Fagradalsfjalli en sá síðari 1,2 kílómetra suðvestur af fjallinu. Klukkan 02:00 varð skjálfti sem virtist nokkuð stærri en hinir tveir, varði nokkuð lengi, og sú reyndist raunin. Stærð hans var fimm en upptök hans voru 3,2 kílómetra vestsuðvestur af Fagradalsfjalli. Íbúar í Búðardal, Grundarfirði og Hvalfirði hafa tjáð fréttastofu að þeir hafi fundið vel fyrir honum. Sömuleiðis íbúi alla leið vestur á Bíldudal og austur í Vík í Mýrdal. Þá segja íbúar í Reykjanesbæ að bærinn hafi hreinlega nötrað. Íbúi á tíundu hæð í fjölbýlishúsi í Kópavogi segist hafa verið hræddur. Þá má merkja á athugasemdakerfi Vísis að fjölmargir á suðvesturhorninu hafa vaknað upp við skjálftann. Tvö þúsund skjálftar síðasta sólarhring Enn er mikil virkni á skjálftasvæðinu á Reykjanesi og ekki sér fyrir endann á henni. Minna var um stóra skjálfta á laugardag en þeir fóru þó stækkandi með kvöldinu, flestir um og yfir þrír að stærð. „Þetta er sama staða. Það er mikil virkni á svæðinu og ég held að það hafi verið hátt í 2000 skjálftar frá því um miðnætti,“ sagði Bryndís Ýr Gísladóttir náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands í samtali við Vísi á laugardagskvöld. Full ástæða til að hafa gætur á Rúmlega tuttugu skjálftar yfir þremur mældust á laugardag, þar af tíu frá því klukkan 18 og hafa upptök þeirra allra verið við Fagradalsfjall. Halldór Geirsson, jarðeðlisfræðingur við Háskóla Íslands, sagði í samtali við fréttastofu að full ástæða væri til að hafa gætur á vegna jarðhræringanna. Skjálftavirknin sé enn mikil þrátt fyrir að fólk finn ef til vill minna fyrir skjálftum og mögulega væri framundan virknitímabil á Reykjanesskaganum sem gæti spannað nokkur hundruð ár. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 02:29. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Snarpir skjálftar fundust vel á suðvesturhorninu klukkan 00:42 og 01:40. Hús hristust vel á höfuðborgarsvæðinu og vestur í Borgarnes. Samkvæmt upplýsingum af vef Veðurstofunnar var fyrri skjálftinn 3,8 að stærð en sá síðari 4,1 að stærð. Sá fyrri mældist um 1,1 kílómetra austsuðaustur af Fagradalsfjalli en sá síðari 1,2 kílómetra suðvestur af fjallinu. Klukkan 02:00 varð skjálfti sem virtist nokkuð stærri en hinir tveir, varði nokkuð lengi, og sú reyndist raunin. Stærð hans var fimm en upptök hans voru 3,2 kílómetra vestsuðvestur af Fagradalsfjalli. Íbúar í Búðardal, Grundarfirði og Hvalfirði hafa tjáð fréttastofu að þeir hafi fundið vel fyrir honum. Sömuleiðis íbúi alla leið vestur á Bíldudal og austur í Vík í Mýrdal. Þá segja íbúar í Reykjanesbæ að bærinn hafi hreinlega nötrað. Íbúi á tíundu hæð í fjölbýlishúsi í Kópavogi segist hafa verið hræddur. Þá má merkja á athugasemdakerfi Vísis að fjölmargir á suðvesturhorninu hafa vaknað upp við skjálftann. Tvö þúsund skjálftar síðasta sólarhring Enn er mikil virkni á skjálftasvæðinu á Reykjanesi og ekki sér fyrir endann á henni. Minna var um stóra skjálfta á laugardag en þeir fóru þó stækkandi með kvöldinu, flestir um og yfir þrír að stærð. „Þetta er sama staða. Það er mikil virkni á svæðinu og ég held að það hafi verið hátt í 2000 skjálftar frá því um miðnætti,“ sagði Bryndís Ýr Gísladóttir náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands í samtali við Vísi á laugardagskvöld. Full ástæða til að hafa gætur á Rúmlega tuttugu skjálftar yfir þremur mældust á laugardag, þar af tíu frá því klukkan 18 og hafa upptök þeirra allra verið við Fagradalsfjall. Halldór Geirsson, jarðeðlisfræðingur við Háskóla Íslands, sagði í samtali við fréttastofu að full ástæða væri til að hafa gætur á vegna jarðhræringanna. Skjálftavirknin sé enn mikil þrátt fyrir að fólk finn ef til vill minna fyrir skjálftum og mögulega væri framundan virknitímabil á Reykjanesskaganum sem gæti spannað nokkur hundruð ár. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 02:29.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira