Ítalir stöðvuðu sendingu á bóluefni til Ástralíu Kjartan Kjartansson skrifar 4. mars 2021 23:22 AstraZeneca sótti um að flytja 250.000 skammta af bóluefni sem var framleitt á Ítalíu til Ástralíu. Ríkisstjórnin í Róm hafnaði því. AP/Virginia Mayo Stjórnvöld á Ítalíu komi í veg fyrir að 250.000 skammtar af bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni sem voru framleiddir þar í landi yrðu fluttir til Ástralíu. Ákvörðunin nýtur stuðnings framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og byggir á nýjum reglum sem leyfa ríkjum að stöðva útflutning á bóluefni ef framleiðendur þess hafa ekki staðið við skuldbindingar sínar gagnvart sambandinu. AstraZeneca virðist aðeins ætla að afhenda um 40% þess bóluefnis sem Evrópusambandið samdi um við fyrirtækið á fyrstu þremur mánuðum ársins. Það hefur borið fyrir sig vandræði í framleiðslu. Samningur fyrirtækisins við ESB hljóðaði upp 300 milljónir skammta með möguleika á 100 milljónum til viðbótar síðar meir. ESB hefur sakað AstraZeneca um að heiðra ekki samninginn. Í kjölfarið samþykkti sambandið útflutningshömlur á bóluefni sem skyldar framleiðendur bóluefna til að leita leyfis áður en þau geta afgreitt sendingar til landa utan sambandsins. Ítalía er fyrsta ríkið sem nýtir heimild til þess að stöðva útflutning á bóluefni. Bólusetningar gegn kórónuveirunni hafa gengið afar hægt fyrir sig í Evrópu og sæti sambandið gagnrýni fyrir það. Í rökstuðningi sínum fyrir ákvörðuninni sagði ítalska utanríkisráðuneytið að Ástralía væri ekki á lista yfir „viðkvæm“ ríki, varanlegur skortur á bóluefni væri í Evrópusambandinu og á Ítalíu og að um mikinn fjölda skammta væri að ræða í samanburði við þá skammta sem AstraZeneca hefði afhent sambandinu og Ítalíu til þessa, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Greg Hunt, heilbrigðisráðherra Ástralíu, segir að fyrsta sending á bóluefni sé þegar komin til landsins og hún dugi þar til næsti skammtur frá innlendum framleiðanda verður tilbúinn. Sendingin frá Ítalíu skipti ekki sköpum fyrir bólusetningaráætlun næstu vikna að því er Reuters-fréttastofan hefur eftir Hunt. AP-fréttastofan segir að fulltrúar AstraZeneca hafi ekki viljað tjá sig um ákvörðun ítalskra stjórnvalda. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalía Evrópusambandið Ástralía Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Leita manns sem er grunaður um stunguárás Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Fleiri fréttir Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Sjá meira
AstraZeneca virðist aðeins ætla að afhenda um 40% þess bóluefnis sem Evrópusambandið samdi um við fyrirtækið á fyrstu þremur mánuðum ársins. Það hefur borið fyrir sig vandræði í framleiðslu. Samningur fyrirtækisins við ESB hljóðaði upp 300 milljónir skammta með möguleika á 100 milljónum til viðbótar síðar meir. ESB hefur sakað AstraZeneca um að heiðra ekki samninginn. Í kjölfarið samþykkti sambandið útflutningshömlur á bóluefni sem skyldar framleiðendur bóluefna til að leita leyfis áður en þau geta afgreitt sendingar til landa utan sambandsins. Ítalía er fyrsta ríkið sem nýtir heimild til þess að stöðva útflutning á bóluefni. Bólusetningar gegn kórónuveirunni hafa gengið afar hægt fyrir sig í Evrópu og sæti sambandið gagnrýni fyrir það. Í rökstuðningi sínum fyrir ákvörðuninni sagði ítalska utanríkisráðuneytið að Ástralía væri ekki á lista yfir „viðkvæm“ ríki, varanlegur skortur á bóluefni væri í Evrópusambandinu og á Ítalíu og að um mikinn fjölda skammta væri að ræða í samanburði við þá skammta sem AstraZeneca hefði afhent sambandinu og Ítalíu til þessa, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Greg Hunt, heilbrigðisráðherra Ástralíu, segir að fyrsta sending á bóluefni sé þegar komin til landsins og hún dugi þar til næsti skammtur frá innlendum framleiðanda verður tilbúinn. Sendingin frá Ítalíu skipti ekki sköpum fyrir bólusetningaráætlun næstu vikna að því er Reuters-fréttastofan hefur eftir Hunt. AP-fréttastofan segir að fulltrúar AstraZeneca hafi ekki viljað tjá sig um ákvörðun ítalskra stjórnvalda.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalía Evrópusambandið Ástralía Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Leita manns sem er grunaður um stunguárás Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Fleiri fréttir Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Sjá meira