Sport

Shaq braut borð þegar honum var fleygt úr hringnum í fjölbragðaglímu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Shaquille O'Neal er margt til lista lagt.
Shaquille O'Neal er margt til lista lagt. getty/Jason Koerner

Á ýmsu gekk þegar gamla NBA-stjarnan Shaquille O'Neal þreytti frumraun sína í AEW (All Elite Wrestling) fjölbragðaglímunni í gær. Shaq og Jad Cargill mættu þá Cody Rhodes og Red Velvet.

Shaq hafði talsverða yfirburði framan af viðureigninni gegn Rhodes. Sá síðarnefndi kom svo með krók á móti bragði þegar hann keyrði Shaq niður og út úr hringnum.

Þeir lentu á borði sem brotnaði eðlilega enda Shaq engin smásmíði. Atvikið má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: Shaq í fjölbragðaglímu

Shaq var í kjölfarið færður á börur og inn í sjúkrabíl. Þegar Shaq og Cargill voru úrskurðaðir sigurvegarar og sjónvarpsmaðurinn Tony Schiavone opnaði til að fá viðbrögð frá Shaq var hann hvergi sjáanlegur.

 Hinn 48 ára Shaq er mikill glímuáhugamaður og keppti meðal annars í WrestleMania fyrir fimm árum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.