Íslenski boltinn

Almarr til Vals

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Almarr Ormarsson leikur með Val næstu tvö árin.
Almarr Ormarsson leikur með Val næstu tvö árin. vísir/vilhelm

Almarr Ormarsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við Íslandsmeistara Vals. Hann kemur til liðsins frá KA.

Almarr, sem varð 33 ára í gær, er þrautreyndur miðjumaður sem á að baki 231 leik í efstu deild með Fram, KR, KA og Fjölni. Hann hefur skorað 39 mörk í efstu deild.

Á síðasta tímabili lék Almarr átján leiki með KA í Pepsi Max-deildinni og skoraði eitt mark. Samningur hans við félagið rann út eftir tímabilið.

Almarr Ormarsson gengur til liðs við Val. Knattspyrnudeild Vals og Almarr Ormarsson hafa komist að samkomulagi um að...

Posted by Valur Fótbolti on Friday, February 26, 2021

Auk Almars hefur Valur fengið Tryggva Hrafn Haraldsson, Arnór Smárason og Johannes Vall í vetur.

Valsmenn hefja titilvörn sína gegn Skagamönnum fimmtudaginn 22. apríl.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.