Erlent

Kannast ekki við að erindrekar hafi verið þvingaðir til að gefa sýni úr endaþörmum þeirra

Samúel Karl Ólason skrifar
Endaþarmssýni hafa verið tekin af fólki í sóttkví og á landamærum Kína. Þar í landi segja ráðamenn þau nákvæmari en hefðbundna skimun.
Endaþarmssýni hafa verið tekin af fólki í sóttkví og á landamærum Kína. Þar í landi segja ráðamenn þau nákvæmari en hefðbundna skimun. Getty/Isaac Wong

Talsmaður utanríkisráðuneytis Kína segir rangt að bandarískir erindrekar þar í landi hafi verið skikkaðir í skimun fyrir Covid-19, þar sem sýni voru tekin úr endaþörmum þeirra.

 Sú skimun þykir nákvæmari skimun þar sem sýni er tekið úr nefholi fólks eða úr munni, samkvæmt ráðamönnum í Kína.

Þessi skimun fer þannig fram að sýni er tekið úr endaþarmi fólks. Bómullarpinna er stungið þrjá til fimm sentímetra inn í endaþarms fólks og sýnið svo greint.

Henni hefur verið beitt víða í Kína á undanförnum vikum, þó almenningur segist ósáttur við aðferðina.

Fjölmiðlar í Bandaríkjunum hafa sagt bandaríska erindreka í Kína hafa kvartað yfir því að þurfa að fara í þessa skimun við komuna til landsins. Þá var haft eftir talsmanni í utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna á vef Vice í nótt að ráðamenn í Kína hefðu heitið því að hætta að beita bandaríska erindreka endaþarmsskimun.

Enn fremur munu þeir sem voru skimaðir með þessum hætti hafa gengist skimun þessa fyrir mistök.

„Við höfum sagt starfsfólki okkar að neita, ef þau eru beðin um að gangast þessa skimun, eins og hefur verið gert,“ hefur Vice eftir talsmanninum. Ekki liggur fyrir hve margir erindrekar, eða fjölskyldumeðlimir erindreka, hafi gefið endaþarmssýni.

Zhao Lijian, talsmaður utanríkisráðuneytis Kína, sagði þó á blaðamannafundi í morgun að hann vissi ekki til þess að Bandaríkjamenn hefðu verið skikkaðir í þessa skimun.

Bandaríkin og Kína hafa átt í umtalsverðum deilum að undanförnu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×