Innlent

Þingheimur skelkaður en Ari Trausti telur líklegt að gjósi

Jakob Bjarnar skrifar
Ari Trausti á Alþingi. Helsti jarðvísindamaður þingheims og hann hefur frætt kollega sína um að líkur séu á eldgosi, þeim til nokkurrar hrellingar.
Ari Trausti á Alþingi. Helsti jarðvísindamaður þingheims og hann hefur frætt kollega sína um að líkur séu á eldgosi, þeim til nokkurrar hrellingar. vísir/vilhelm

Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður Vinstri grænna, helsti jarðvísindamaður þingsins, hefur ekki legið á þeirri skoðun sinni að jarðhræringarnar á Reykjanesi séu fyrirboði eldgoss.

Vísir ræddi við þingmenn í gær sem tjáðu blaðamanni býsna skelkaðir að Ari Trausti færi ekki leynt með þá skoðun sína, á göngum Alþingis og í matsalnum, að líklegt sé að jarðhræringarnar á Reykjanesi væru fyrirboði eldgoss.

Ari Trausti útlistaði þetta nánar á Facebooksíðu sinni og fer yfir málin.

Margt mætti skrifa um óróann á Reykjanesskaga en þrennt skal nefnt hér: Skjálftahrinan er f. og fr. á SV-NA-lægu...

Posted by Ari Trausti on Miðvikudagur, 24. febrúar 2021

Ari Trausti rekur þróun jarðhræringa á svæðinu og bendir meðal annars á það sem fram hefur komið að höfuðborgarbúar geti verið að horfa fram á skjálfta í Brennisteins- og Bláfjallakerfinu upp á 6,5 stig. Virkni á svæðinu hljóti að teljast merki um kvikuinnskot, segir Ari Trausti meðal annars. Töluvert sé nú um skjálfta á dýptarbili frá um 10 kílómetrum niður í 20 til 30 og þar sé komið niður úr brotgjörnu skorpunni og hræringar ummerki spennulosunar við tilfærslu eða uppkomu kviku.

„Að öllu samanlögu er þróunin tilefni hættustigs í óákveðin tíma. Hún getur stöðvast en einnig talist fyrirboði enn fleiri hræringa sem leiða til uppkomu jarðelda (t.d. goshrinu, sbr. Kröfluelda, sem stendur lengi en með hléum líkt og á síðustu umbrotatímum á skaganum) innan vikna, mánuða eða ára. Samt þarf það ekki að vera með þeim hætti. Orðin eru ekki spá; aðeins endurtekning á því sem vitað er um jarðvirkni á skaganum,“ segir Ari Trausti.


Tengdar fréttir

Tveir skjálftar yfir þremur í nótt

Tveir skjálftar mældust yfir þremur að stærð á Reykjanesskaga í nótt. Ekkert lát er á skjálftavirkni á svæðinu og hafa alls um 390 skjálftar komið inn á sjálfvirka kerfi Veðurstofu Íslands á Reykjanesi frá því á miðnætti.

Aðdragandi að eldgosi allt frá korteri og upp í vikur

Jarðskjálftar um og yfir sex að stærð gætu orðið á Reykjanesskaga þar sem öflug skjálftahrina hefur riðið yfir í dag. Sérfræðingar fylgjast nú náið með því hvort skjálftavirknin færi sig austar. Þá gæti aðdragandi að eldgosi verið allt frá korteri og upp í daga og vikur.

Suðvesturhornið nötrar og stærsti skjálftinn 5,7 að stærð

Jörð hefur skolfið á suðvesturhorni landsins í morgun og virðist ekkert lát á skjálftavirkni. Fyrstu skjálftar fundust upp úr klukkan tíu og enn skelfur jörð þegar klukkan er að verða ellefu. Skjálftar hafa fundist á höfuðborgarsvæðinu, vestur í Stykkishólm og austur á Helllu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×