Anníe Mist: Svo oft sem eitthvað gott kemur út úr baksinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2021 08:31 Anníe Mist Þórisdóttir þekkir það best sjálf að það koma erfiðir dagar inn á milli. Instagram/@anniethorisdottir Haltu áfram og ekki gefast upp. Anníe Mist Þórisdóttir sendi fylgjendum sínum hvatningarorð og það voru örugglega einhverjir af þeim tæplega tveimur milljónum sem þurftu að heyra það í dag. Íslenska CrossFit goðsögnin Anníe Mist Þórisdóttir þekkir það vel að sigrast á mótlæti og komast í gegnum erfiða tíma. Hún vildi stappa stálinu í sína fylgjendur í nýjast pistli sínum um að halda áfram þótt á móti blási. Anníe Mist hefur meðal annars komist í gegnum erfið meiðsli á sínum ferli og á að baki yfir tíu ár í einni mest krefjandi íþrótt sem er í boði. Þessa dagana er hún að koma til baka eftir barnsburð og það hefur reynt á þrautseigju okkar konu. Anníe getur því vel sett sig í spor þeirra sem lenda í mótlæti og eru á þeim tímapunkti þegar auðvelda leiðin er að gefast upp og hætta. Anníe Mist vill passa upp á það að sú hugsun hafi ekki betur hjá sínum fylgjendum. „Ég er ekki viss hver það er sem þarf að heyra þetta akkúrat núna en ef þú ert að fara í gegnum einhverja erfiðleika, haltu þá áfram,“ skrifaði Anníe Mist Þórisdóttir í nýjasta pistli sínum á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) „Lífið færir okkur áskoranir til að prófa okkur en ég trúi því innilega að þú vaxir við það að komast í gegnum slíkar áskoranir. Það lítur kannski ekki út fyrir það á þeirri stundu en það er svo oft sem eitthvað gott kemur út úr baksinu,“ skrifaði Anníe Mist. „Sem dæmi er það þegar ég hef verið að glíma við meiðsli á mínum ferli. Þá hef ég lært svo miklu meira um líkamann minn sem hefur um leið hjálpað mér að þróa réttari hugsun, betri tækni og að komast að lokum í betra form,“ skrifaði Anníe Mist. „Eins og er þá er ég að byggja upp formið mitt eftir að hafa eignast mína fallegu dóttur. Stundum er það erfitt, virkilega erfitt. Ég er manneskja en það sem er mikilvægast er að halda alltaf áfram,“ skrifaði Anníe Mist en það má pistil hennar hérna fyrir ofan. CrossFit Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Fleiri fréttir Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Sjá meira
Íslenska CrossFit goðsögnin Anníe Mist Þórisdóttir þekkir það vel að sigrast á mótlæti og komast í gegnum erfiða tíma. Hún vildi stappa stálinu í sína fylgjendur í nýjast pistli sínum um að halda áfram þótt á móti blási. Anníe Mist hefur meðal annars komist í gegnum erfið meiðsli á sínum ferli og á að baki yfir tíu ár í einni mest krefjandi íþrótt sem er í boði. Þessa dagana er hún að koma til baka eftir barnsburð og það hefur reynt á þrautseigju okkar konu. Anníe getur því vel sett sig í spor þeirra sem lenda í mótlæti og eru á þeim tímapunkti þegar auðvelda leiðin er að gefast upp og hætta. Anníe Mist vill passa upp á það að sú hugsun hafi ekki betur hjá sínum fylgjendum. „Ég er ekki viss hver það er sem þarf að heyra þetta akkúrat núna en ef þú ert að fara í gegnum einhverja erfiðleika, haltu þá áfram,“ skrifaði Anníe Mist Þórisdóttir í nýjasta pistli sínum á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) „Lífið færir okkur áskoranir til að prófa okkur en ég trúi því innilega að þú vaxir við það að komast í gegnum slíkar áskoranir. Það lítur kannski ekki út fyrir það á þeirri stundu en það er svo oft sem eitthvað gott kemur út úr baksinu,“ skrifaði Anníe Mist. „Sem dæmi er það þegar ég hef verið að glíma við meiðsli á mínum ferli. Þá hef ég lært svo miklu meira um líkamann minn sem hefur um leið hjálpað mér að þróa réttari hugsun, betri tækni og að komast að lokum í betra form,“ skrifaði Anníe Mist. „Eins og er þá er ég að byggja upp formið mitt eftir að hafa eignast mína fallegu dóttur. Stundum er það erfitt, virkilega erfitt. Ég er manneskja en það sem er mikilvægast er að halda alltaf áfram,“ skrifaði Anníe Mist en það má pistil hennar hérna fyrir ofan.
CrossFit Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Fleiri fréttir Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Sjá meira