Innlent

Hand­tekin eftir að hafa verið gangandi á miðri Sæ­braut

Atli Ísleifsson skrifar
Konan fékk að fara heim að yfirheyrslu lokinni.
Konan fékk að fara heim að yfirheyrslu lokinni. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nótt afskipti af konu einni sem vegfarendur tilkynntu um á Sæbrautinni en hún var þar gangandi á miðri akbrautinni og hoppaði í veg fyrir umferðina.

Í dagbók lögreglu kemur fram að tilkynnt hafi verið um málið skömmu eftir miðnætti, en að sögn lögreglu var konan ölvuð og þegar hún hafi ekki farið að fyrirmælum lögreglu hafi hún verið handtekin og færð á lögreglustöð. Hún hafi svo fengið að fara heim að yfirheyrslu lokinni.

Á síðustu klukkustundum hefur lögregla svo verið kölluð út vegna nokkurra innbrota og þjófnaðarmála. Skömmu eftir klukkan 17 í gær var tilkynnt um þjófnað úr verslun í miðborg Reykjavíkur. Þar voru afskipti höfð af manni sem sé grunaður um þjófnað á kjöti.

Á fimmta tímanum í nótt var tilkynnt um innbrot í fataverslun í hverfi 108 og þá var tilkynnt um innbrot og eignarspjöll í skartgripaverslun í hverfi í hverfi 200 í Kópavogi. Þar voru tveir menn að brjóta rúðu í versluninni, en náðu ekki að komast inn og „fóru þeir tómhentir á braut,“ að því er segir í dagbók lögreglu.

Einnig var tilkynnt um eignaspjöll í Garðabæ þar sem brotnar voru rúður í strætóskýli á fjórða tímanum í nótt.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×