Loksins, loksins fá Sunnlendingar menningarsal Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. febrúar 2021 12:29 Kjartan Björnsson, bæjarfulltrúi í Árborg og nefndarmaður í byggingarnefnd Menningarsalsins á Selfossi, sem býður fólk velkomið í salinn í lok næsta árs ef allt gengur upp. Hann segir salinn verða mjög glæsilegan og að mikill metnaður verði lagður í hönnun og frágang hans. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sunnlendingar eru nú að fara að eignast sinn eigin menningarsal, sem hefur þó staðið fokheldur í 35 ár. Salurinn er í Hótel Selfossi og mun rúma um þrjú hundruð manns í sæti. Nú þegar er búið að tryggja tæplega 500 milljónir króna til að ljúka verkefninu. Það hefur lengi verið draumur Sunnlendinga að eignast menningarsal og alltaf hefur verið vitað af slíkum sal í Hótel Selfossi en það hefur þó ekki gerst neitt í honum síðustu 35 ár því hann hefur staðið fokheldur í Hótel Selfossi. Nú er hins vegar búið að skipa byggingarnefnd, sem hefur það hlutverk að koma salnum í gagnið. Kjartan Björnsson, bæjarfulltrúi í Árborg á meðal annars sæti í nefndinni. „Núna á næstu dögum verður málið sett í frumhönnun og svo á vordögum ætti að vera hægt að bjóða hönnun hússins í heild. Að því loknu þá munum við bjóða út verkið og þá koma framkvæmdaaðilar og klára þennan glæsilega menningarsal okkar,“ segir Kjartan. Nú þegar er komið heilmikið fjármagn til að ljúka öllum framkvæmdum við salinn. Salurinn hefur staðið fokheldur í 35 ár í Hótel Selfossi, sem er í rauninni ótrúlegt en samt staðreynd málsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, það er þannig að ríkisvaldið er að gera við okkur menningarsamning, sem hljóðar upp á 282 milljónir og áður höfðu þeir látið okkur hafa fimm milljónir til undirbúnings. Þeir hafa gert svona samninga um allt land við landshlutana og síðan kemur Sveitarfélagið Árborg með 200 milljónir og áður hafði sveitarfélagið sett 5 milljónir og þessir peningar samanlagt, tæplega 500 milljónir, ætlum að reyna að nýta þá mjög vel og vandlega til þess að geta gert hér glæsilegan menningarsal að veruleika eftir langa bið,“ segir Kjartan. Um 300 sæti verða í salnum, sem er með risa sviði og vandað verður til hljóðhönnunar salarins. En hvenær ætlar Kjartan og hans fólk að vígja Menningarsal Suðurlands? „Eins og tímalínan er núna hjá byggingarnefnd þá myndi ég trúa því að við gætum horft á það í lok árs 2022 ef okkur tekst að halda vel á spilum, þá trúi ég því að það verði veruleikinn.“ Menning Árborg Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Það hefur lengi verið draumur Sunnlendinga að eignast menningarsal og alltaf hefur verið vitað af slíkum sal í Hótel Selfossi en það hefur þó ekki gerst neitt í honum síðustu 35 ár því hann hefur staðið fokheldur í Hótel Selfossi. Nú er hins vegar búið að skipa byggingarnefnd, sem hefur það hlutverk að koma salnum í gagnið. Kjartan Björnsson, bæjarfulltrúi í Árborg á meðal annars sæti í nefndinni. „Núna á næstu dögum verður málið sett í frumhönnun og svo á vordögum ætti að vera hægt að bjóða hönnun hússins í heild. Að því loknu þá munum við bjóða út verkið og þá koma framkvæmdaaðilar og klára þennan glæsilega menningarsal okkar,“ segir Kjartan. Nú þegar er komið heilmikið fjármagn til að ljúka öllum framkvæmdum við salinn. Salurinn hefur staðið fokheldur í 35 ár í Hótel Selfossi, sem er í rauninni ótrúlegt en samt staðreynd málsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, það er þannig að ríkisvaldið er að gera við okkur menningarsamning, sem hljóðar upp á 282 milljónir og áður höfðu þeir látið okkur hafa fimm milljónir til undirbúnings. Þeir hafa gert svona samninga um allt land við landshlutana og síðan kemur Sveitarfélagið Árborg með 200 milljónir og áður hafði sveitarfélagið sett 5 milljónir og þessir peningar samanlagt, tæplega 500 milljónir, ætlum að reyna að nýta þá mjög vel og vandlega til þess að geta gert hér glæsilegan menningarsal að veruleika eftir langa bið,“ segir Kjartan. Um 300 sæti verða í salnum, sem er með risa sviði og vandað verður til hljóðhönnunar salarins. En hvenær ætlar Kjartan og hans fólk að vígja Menningarsal Suðurlands? „Eins og tímalínan er núna hjá byggingarnefnd þá myndi ég trúa því að við gætum horft á það í lok árs 2022 ef okkur tekst að halda vel á spilum, þá trúi ég því að það verði veruleikinn.“
Menning Árborg Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira