Innlent

Reglugerð um neyslurými staðfest

Samúel Karl Ólason skrifar
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hefur staðfest reglugerð um stofnun og rekstur neyslurýma.

Rekstur neyslurýma var heimilaður með lögum sem samþykkt voru á Alþingi í fyrra. Þau fela í sér að einstaklingar átján ára eða eldri, geti neytt ávana- og fíkniefna í æð undir eftirliti fagfólks.

Sjá einnig: „Róttækt frumvarp“ um neyslurými samþykkt á Alþingi

Með lögunum er gert ráð fyrir að sveitarfélög geti stofnað og rekið neyslurými þar sem fyllsta hreinlætis sé gætt, án þess að þeim einstaklingum sem nýta neyslurýmin til að neyta fíkniefna í æð, verði refsað fyrir að vera með efnin á sér til eigin neyslu.

Sjá einnig: Ákjósanlegt að opna neyslurými í miðborginni

Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að forsenda fyrir rekstri neyslurýma sé að sveitarfélög fái leyfi fyrir slíkum rekstri hjá embætti landlæknis. Þá sendi sveitarfélög upplýsingar um reksturinn í ársskýrslu, þar sem fram komi hvar neyslurýmin séu, umfang þjónustu, hve margir nýti sér rýmin, aldur þeirra, kyn og búseta, auk fjölda skipta sem lyf við ofskömmtun séu notuð.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.