Varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins segir í samtali við Vísi að eldurinn hafi ekki komið upp af ásetningi. Oft „malli“ eitthvað í sorpinu sem fuðri upp þegar það byrji að hreyfast.
Slökkviliðsmenn hafi sturtað sorpinu úr bílnum og vinni að því að slökkva í því. Talsverðan reyk lagði upp frá svæðinu í morgun en tekist hafði að ráða niðurlögum hans nú seint á ellefta tímanum.

