Íslenski boltinn

Daníel Hafsteinsson snýr aftur heim

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Daníel lék síðast með KA sumarið 2019.
Daníel lék síðast með KA sumarið 2019. VÍSIR/BÁRA

Daníel Hafsteinsson er genginn til liðs við uppeldisfélag sitt, KA, frá sænska úrvalsdeildarliðinu Helsingborg.

Daníel var seldur frá KA til Helsingborg um mitt sumar 2019 en náði ekki að stimpla sig inn í Svíþjóð og kom við sögu í aðeins sex deildarleikjum fyrir Helsingborg.

Hann lék sem lánsmaður með FH í Pepsi-Max deildinni á síðustu leiktíð en hefur nú gert þriggja ára samning við Akureyrarliðið sem hafnaði í sjöunda sæti Pepsi-Max deildarinnar á síðustu leiktíð.

Daníel hefur leikið 51 leik í efstu deild hér á landi og gert í þeim sjö mörk. Þá á hann nítján landsleiki fyrir yngri landslið Íslands.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.