Anníe Mist: Þau taka öll þessi fyrstu skref ferðalagsins með mér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2021 08:31 Anníe Mist Þórisdóttir er að hefja keppni á ný eftir að hafa eignast Freyju Mist í ágúst síðastliðnum. Instagram/@anniethorisdottir Nýtt CrossFit tímabil nálgast óðum en opni hluti heimsleikanna hefst 11. mars næstkomandi. Meðal keppenda verður mamman Anníe Mist Þórisdóttir en þessi fyrrum tvöfaldi heimsmeistari er að koma til baka eftir barnsburðarleyfi. Anníe Mist Þórisdóttir ræddi nýtt fyrirkomulag á CrossFit tímabilinu í viðtali við Justin LoFranco hjá Morning Chalk Up vefnum. Anníe Mist fagnar því að keppendur í ár endurheimti undankeppnir í líkingu við gömlu svæðakeppnirnar. Að þessu sinni komast keppendur ekki á heimsleikana í gegnum The Open heldur tryggja sér þar þátttökurétt í næstu tveimur hlutum undankeppninnar. „Að hafa bara keppni á netinu sem undankeppni er ekki nóg,“ sagði Anníe Mist Þórisdóttir. Nú verða bæði átta manna úrslit og undanúrslit sem skera úr um hverjir komast á heimsleikana. Anníe Mist telur að nýju hlutar undankeppninnar færi henni og hinum aftur svipaða tilfinningu og fylgdi því að keppa á svæðakeppnunum sem margir söknuðu þegar þær voru aflagðar. „Við þurfum þessar keppnir þar sem þú ert að keppa á staðnum og á móti íþróttafólki sem er að reyna að tryggja sér sæti á heimsleikunum,“ sagði Anníe Mist. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Anníe Mist leggur áherslu á mikilvægi þess að það sé ekki bara verið að hugsa um afreksfólkið sem ætli sér stóra hluti á heimsleikunum. „Þetta snýst ekki bara um okkur, fólkið sem getur komist á heimsleikana. Þetta á líka vera fyrir íþróttafólkið sem er að taka næstu skrefin á CrossFit ferli sínum,“ sagði Anníe Mist. Með því að komast áfram í næsta stig undankeppninnar þá tekur þetta fólk einu skrefi meira en að „vera þetta venjulega fólk sem mætir í líkamsræktarsalinn og tekur þátt í The Open,“ eins og Anníe orðar það. Anníe er jafnframt ánægð með að íþróttafólkið þurfi að taka þátt í opna hlutanum á nýjan leik. „Já, The Open hefur tekið langan tíma og hefur áhrif á æfingarnar þínar en The Open er um leið eitt af mínu uppáhalds hlutum á tímabilinu,“ sagði Anníe Mist. „Við erum öllum saman í þessu. Ég er að keppa með mömmu og pabba og þetta skiptir alla í salnum mínum svo miklu. Þetta er fyrsta skrefið í átt að því að keppa á heimsleikunum og ég fær að deila því með þeim öllum. Þau taka öll þessi fyrstu skref ferðalagsins með mér,“ sagði Anníe Mist. Anníe Mist vonast til þess að með því að stytta opna hlutan úr fimm vikum niður í þrjár vikur fái fleira fólk til að taka þátt í ár. „Fólk segir kannski að það ætli ekki að skrá sig en að það ætli samt að gera allar æfingarnar. Þér líður bara svolítið öðruvísi með þetta þegar þú sérð nafnið þitt á stigatöflunni. Þú verður aðeins betri bara með því að skrá þig,“ sagði Anníe Mist í viðtalinu. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) CrossFit Mest lesið Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Körfubolti Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Handbolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Fleiri fréttir Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Krista Gló: Ætluðum að vinna Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Alfreð kom Þjóðverjum á EM Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Lífsferill íþróttamannsins: Eftirlifendurnir Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Sjá meira
Anníe Mist Þórisdóttir ræddi nýtt fyrirkomulag á CrossFit tímabilinu í viðtali við Justin LoFranco hjá Morning Chalk Up vefnum. Anníe Mist fagnar því að keppendur í ár endurheimti undankeppnir í líkingu við gömlu svæðakeppnirnar. Að þessu sinni komast keppendur ekki á heimsleikana í gegnum The Open heldur tryggja sér þar þátttökurétt í næstu tveimur hlutum undankeppninnar. „Að hafa bara keppni á netinu sem undankeppni er ekki nóg,“ sagði Anníe Mist Þórisdóttir. Nú verða bæði átta manna úrslit og undanúrslit sem skera úr um hverjir komast á heimsleikana. Anníe Mist telur að nýju hlutar undankeppninnar færi henni og hinum aftur svipaða tilfinningu og fylgdi því að keppa á svæðakeppnunum sem margir söknuðu þegar þær voru aflagðar. „Við þurfum þessar keppnir þar sem þú ert að keppa á staðnum og á móti íþróttafólki sem er að reyna að tryggja sér sæti á heimsleikunum,“ sagði Anníe Mist. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Anníe Mist leggur áherslu á mikilvægi þess að það sé ekki bara verið að hugsa um afreksfólkið sem ætli sér stóra hluti á heimsleikunum. „Þetta snýst ekki bara um okkur, fólkið sem getur komist á heimsleikana. Þetta á líka vera fyrir íþróttafólkið sem er að taka næstu skrefin á CrossFit ferli sínum,“ sagði Anníe Mist. Með því að komast áfram í næsta stig undankeppninnar þá tekur þetta fólk einu skrefi meira en að „vera þetta venjulega fólk sem mætir í líkamsræktarsalinn og tekur þátt í The Open,“ eins og Anníe orðar það. Anníe er jafnframt ánægð með að íþróttafólkið þurfi að taka þátt í opna hlutanum á nýjan leik. „Já, The Open hefur tekið langan tíma og hefur áhrif á æfingarnar þínar en The Open er um leið eitt af mínu uppáhalds hlutum á tímabilinu,“ sagði Anníe Mist. „Við erum öllum saman í þessu. Ég er að keppa með mömmu og pabba og þetta skiptir alla í salnum mínum svo miklu. Þetta er fyrsta skrefið í átt að því að keppa á heimsleikunum og ég fær að deila því með þeim öllum. Þau taka öll þessi fyrstu skref ferðalagsins með mér,“ sagði Anníe Mist. Anníe Mist vonast til þess að með því að stytta opna hlutan úr fimm vikum niður í þrjár vikur fái fleira fólk til að taka þátt í ár. „Fólk segir kannski að það ætli ekki að skrá sig en að það ætli samt að gera allar æfingarnar. Þér líður bara svolítið öðruvísi með þetta þegar þú sérð nafnið þitt á stigatöflunni. Þú verður aðeins betri bara með því að skrá þig,“ sagði Anníe Mist í viðtalinu. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir)
CrossFit Mest lesið Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Körfubolti Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Handbolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Fleiri fréttir Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Krista Gló: Ætluðum að vinna Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Alfreð kom Þjóðverjum á EM Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Lífsferill íþróttamannsins: Eftirlifendurnir Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Sjá meira