Lífið

Euro­vision-lag Daða Freys frum­flutt 13. mars

Atli Ísleifsson skrifar
Daði Freyr Pétursson og Gagnamagnið munu stíga á stokk í Rotterdam 20. maí. Og vonandi aftur 22. maí.
Daði Freyr Pétursson og Gagnamagnið munu stíga á stokk í Rotterdam 20. maí. Og vonandi aftur 22. maí. Baldur Kristjánsson

Framlag Íslands í Eurovision sem fram fer í Rotterdam í Hollandi í maí verður frumflutt 13. mars. Daði Freyr og Gagnamagnið verða fulltrúar Íslands að þessu sinni, en líkt og alkunna er var Eurovision aflýst á síðasta ári vegna heimsfaraldursins. Daði Freyr og Gagnamagnið áttu þar að vera fulltrúar Íslands með laginu Think About Things.

Í tilkynningu frá RÚV kemur fram að Daði Freyr sé nú að leggja lokahönd á lagið sem verður flutt í sjónvarpsþættinum Straumum þann 13. mars.

„Daði og félagar vinna nú hörðum höndum að undirbúningi fyrir förina. Lagið fer í lokahljóðblöndun á næstu dögum, búningar og sviðsetning eru í undirbúningi og framundan er gerð tónlistarmyndbands sem frumsýnt verður í lok mars. Einnig stendur til að gefa út tölvuleik þar sem Daði og Gagnamagnið verða í lykilhlutverki,“ segir í tilkynningunni.

Daði og Gagnamagnið halda að óbreyttu til Rotterdam í byrjun maí og lagið verður flutt á sviðinu í Rotterdam fimmtudaginn 20. maí. Komist lagið áfram verður það svo flutt aftur í úrslitakeppninni 22. maí.


Tengdar fréttir

Segir nýja Eurovision-lagið rökrétt framhald af Think About Things

Daði Freyr var að senda frá sér lagið Feel the Love og myndband ásamt tónlistarkonunni Ásdísi Maríu Viðarsdóttur. Þetta er fyrsta lagið sem Daði gefur út þar sem hann var ekki með í ferlinu frá byrjun. Albumm heyrði í Daða þar sem hann var í sveitinni hjá foreldrum sínum að jólast ásamt því að undirbúa útgáfu á framlagi Íslands til Eurovision 2021.

Daði Freyr óskar eftir hjálp við gerð nýja Euro­vision-lagsins

Daði Freyr Pétursson, tónlistarmaður og meðlimur í hljómsveitinni Gagnamagninu, hefur óskað eftir aðstoð almennings við gerð lagsins sem verður framlag Íslands til Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, á þessu ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×