Í tilkynningu frá RÚV kemur fram að Daði Freyr sé nú að leggja lokahönd á lagið sem verður flutt í sjónvarpsþættinum Straumum þann 13. mars.
„Daði og félagar vinna nú hörðum höndum að undirbúningi fyrir förina. Lagið fer í lokahljóðblöndun á næstu dögum, búningar og sviðsetning eru í undirbúningi og framundan er gerð tónlistarmyndbands sem frumsýnt verður í lok mars. Einnig stendur til að gefa út tölvuleik þar sem Daði og Gagnamagnið verða í lykilhlutverki,“ segir í tilkynningunni.
Daði og Gagnamagnið halda að óbreyttu til Rotterdam í byrjun maí og lagið verður flutt á sviðinu í Rotterdam fimmtudaginn 20. maí. Komist lagið áfram verður það svo flutt aftur í úrslitakeppninni 22. maí.