„Áhugavert“ bóluefni sem lofar mjög góðu Kristín Ólafsdóttir og Birgir Olgeirsson skrifa 26. janúar 2021 19:53 Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir ónæmisfræðideildar Landspítala og prófessor í ónæmisfræði við Háskóla Íslands. Vísir/vilhelm Sérfræðingur í ónæmisfræðum segir bóluefni Janssen gegn kórónuveirunni, sem Íslendingar gætu átt von á til landsins á fyrsta ársfjórðungi, áhugavert bóluefni, sem svipi mjög til bóluefnis AstraZeneca. Niðurstöður úr fyrsta og öðrum fasa rannsókna lofi mjög góðu. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði í dag að von væri á bóluefni Janssen, belgískum armi lyfjarisans Johnson & Johnson, fyrr en áður var talið. Íslendingar undirrituðu í desember samning við Janssen um kaup á bóluefnaskömmtum fyrir 235 þúsund manns. Samkvæmt heilbrigðisráðuneytinu er áætlað að Lyfjastofnun Evrópu veiti bóluefninu markaðsleyfi í febrúar og áætlað hefur verið að afhending þess hefjist á þriðja ársfjórðungi. Tvö bóluefni hafa fengið markaðsleyfi hér á landi; bóluefni Pfizer/BioNTech og bóluefni Moderna, sem bæði eru svokölluð mRNA-bóluefni. Janssen-bóluefnið er hins vegar svipað bóluefni AstraZeneca, sem búist er við að fái markaðsleyfi í Evrópu í lok þessa mánaðar. Sýkir frumurnar en fjölgar sér ekki „Þetta er áhugavert bóluefni, sambærilegt uppbyggingu AstraZeneca,“ sagði Björn Rúnar Lúðvíksson, sérfræðingur í ónæmisfræði, um bóluefni Janssen í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þarna er bóluefni þar sem erfðaefninu er komið fyrir í flutningsferju, sem er þá adenóvírus, sem er einn af þeim sem geta valdið almennu kvefi. En þarna er búið að hreinsa vírusinn þannig að það eina sem hann getur gert er að sýkja frumurnar, hann fjölgar sér ekki,“ sagði Björn. „Hann kveikir í ónæmiskerfinu og innihaldið fer af stað og kemur af stað umrituninni á þessu gaddapróteini, sem er lykilatriði í því að mynda vörn gegn SARS Cov-2-veirunni.“ Bíða spennt eftir endauppgjörinu Björn sagði virkni Janssen-bóluefnisins jafnframt mjög sambærilega öðrum bóluefnum sem komin eru fram. Þá þurfi aðeins eina sprautu af bóluefninu en ekki tvær, líkt og í tilfelli Pfizer, Moderna og AstraZeneca. Frumniðurstöður fasa eitt og tvö úr rannsókn á Janssen-efninu liggja fyrir en Björn kvað þær lofa mjög góðu. Tveimur mánuðum eftir bólusetningu hefðu allir fengið verndandi ónæmi. „Við erum að bíða spennt eftir endauppgjörinu á fasa þrjú í rannsókninni, þar sem 45 þúsund þátttakendur voru bólsettir og við ættum að fá þær í næstu viku. Og ef allt gengur sem horfir, og ég sé raunverulega engin ljón í veginum nema eitthvað óvænt komi upp á í því uppgjöri, þá gætum við verið að sjá fyrstu samþykki um miðjan, lok febrúar .“ Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segja fréttir um takmarkaða virkni byggja á mistúlkun gagna Þýska heilbrigðisráðuneytið og AstraZeneca hafna fréttum þess efnis að bóluefni lyfjafyrirtækisins gegn Covid-19 virki ekki eins og áður hafði verið talað um. Forsvarsmenn AstraZeneca segja fréttirnar „fullkomlega rangar“ en samkvæmt heilbrigðisráðuneytinu er um að ræða mistúlkun á gögnum. 26. janúar 2021 19:37 „Ósköp var þetta nú Miðflokkslegt“ „Ósköp var þetta nú Miðflokkslegt. En gott og vel, það er bara partur af veruleikanum hér í þingsal og eitthvað sem við verðum að reyna að hafa skilning á,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, þegar hún svaraði fyrirpurn Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, um bóluefni. 26. janúar 2021 18:18 Tilkynningar um andlát orðnar átta Lyfjastofnun var í gær tilkynnt um andlát aldraðrar manneskju sem fengið hafði bólusetningu gegn kórónuveirunni með bóluefni Pfizer. Engar vísbendingar eru um tengsl bólusetningarinnar og andlátsins. Stofnuninni hefur nú verið tilkynnt um átta andlát eftir bólusetningu. 26. janúar 2021 17:48 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði í dag að von væri á bóluefni Janssen, belgískum armi lyfjarisans Johnson & Johnson, fyrr en áður var talið. Íslendingar undirrituðu í desember samning við Janssen um kaup á bóluefnaskömmtum fyrir 235 þúsund manns. Samkvæmt heilbrigðisráðuneytinu er áætlað að Lyfjastofnun Evrópu veiti bóluefninu markaðsleyfi í febrúar og áætlað hefur verið að afhending þess hefjist á þriðja ársfjórðungi. Tvö bóluefni hafa fengið markaðsleyfi hér á landi; bóluefni Pfizer/BioNTech og bóluefni Moderna, sem bæði eru svokölluð mRNA-bóluefni. Janssen-bóluefnið er hins vegar svipað bóluefni AstraZeneca, sem búist er við að fái markaðsleyfi í Evrópu í lok þessa mánaðar. Sýkir frumurnar en fjölgar sér ekki „Þetta er áhugavert bóluefni, sambærilegt uppbyggingu AstraZeneca,“ sagði Björn Rúnar Lúðvíksson, sérfræðingur í ónæmisfræði, um bóluefni Janssen í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þarna er bóluefni þar sem erfðaefninu er komið fyrir í flutningsferju, sem er þá adenóvírus, sem er einn af þeim sem geta valdið almennu kvefi. En þarna er búið að hreinsa vírusinn þannig að það eina sem hann getur gert er að sýkja frumurnar, hann fjölgar sér ekki,“ sagði Björn. „Hann kveikir í ónæmiskerfinu og innihaldið fer af stað og kemur af stað umrituninni á þessu gaddapróteini, sem er lykilatriði í því að mynda vörn gegn SARS Cov-2-veirunni.“ Bíða spennt eftir endauppgjörinu Björn sagði virkni Janssen-bóluefnisins jafnframt mjög sambærilega öðrum bóluefnum sem komin eru fram. Þá þurfi aðeins eina sprautu af bóluefninu en ekki tvær, líkt og í tilfelli Pfizer, Moderna og AstraZeneca. Frumniðurstöður fasa eitt og tvö úr rannsókn á Janssen-efninu liggja fyrir en Björn kvað þær lofa mjög góðu. Tveimur mánuðum eftir bólusetningu hefðu allir fengið verndandi ónæmi. „Við erum að bíða spennt eftir endauppgjörinu á fasa þrjú í rannsókninni, þar sem 45 þúsund þátttakendur voru bólsettir og við ættum að fá þær í næstu viku. Og ef allt gengur sem horfir, og ég sé raunverulega engin ljón í veginum nema eitthvað óvænt komi upp á í því uppgjöri, þá gætum við verið að sjá fyrstu samþykki um miðjan, lok febrúar .“
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segja fréttir um takmarkaða virkni byggja á mistúlkun gagna Þýska heilbrigðisráðuneytið og AstraZeneca hafna fréttum þess efnis að bóluefni lyfjafyrirtækisins gegn Covid-19 virki ekki eins og áður hafði verið talað um. Forsvarsmenn AstraZeneca segja fréttirnar „fullkomlega rangar“ en samkvæmt heilbrigðisráðuneytinu er um að ræða mistúlkun á gögnum. 26. janúar 2021 19:37 „Ósköp var þetta nú Miðflokkslegt“ „Ósköp var þetta nú Miðflokkslegt. En gott og vel, það er bara partur af veruleikanum hér í þingsal og eitthvað sem við verðum að reyna að hafa skilning á,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, þegar hún svaraði fyrirpurn Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, um bóluefni. 26. janúar 2021 18:18 Tilkynningar um andlát orðnar átta Lyfjastofnun var í gær tilkynnt um andlát aldraðrar manneskju sem fengið hafði bólusetningu gegn kórónuveirunni með bóluefni Pfizer. Engar vísbendingar eru um tengsl bólusetningarinnar og andlátsins. Stofnuninni hefur nú verið tilkynnt um átta andlát eftir bólusetningu. 26. janúar 2021 17:48 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Sjá meira
Segja fréttir um takmarkaða virkni byggja á mistúlkun gagna Þýska heilbrigðisráðuneytið og AstraZeneca hafna fréttum þess efnis að bóluefni lyfjafyrirtækisins gegn Covid-19 virki ekki eins og áður hafði verið talað um. Forsvarsmenn AstraZeneca segja fréttirnar „fullkomlega rangar“ en samkvæmt heilbrigðisráðuneytinu er um að ræða mistúlkun á gögnum. 26. janúar 2021 19:37
„Ósköp var þetta nú Miðflokkslegt“ „Ósköp var þetta nú Miðflokkslegt. En gott og vel, það er bara partur af veruleikanum hér í þingsal og eitthvað sem við verðum að reyna að hafa skilning á,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, þegar hún svaraði fyrirpurn Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, um bóluefni. 26. janúar 2021 18:18
Tilkynningar um andlát orðnar átta Lyfjastofnun var í gær tilkynnt um andlát aldraðrar manneskju sem fengið hafði bólusetningu gegn kórónuveirunni með bóluefni Pfizer. Engar vísbendingar eru um tengsl bólusetningarinnar og andlátsins. Stofnuninni hefur nú verið tilkynnt um átta andlát eftir bólusetningu. 26. janúar 2021 17:48