Erlent

Verður fyrsta konan til að gegna em­bætti for­sætis­ráð­herra Eistlands

Atli Ísleifsson skrifar
Hin 43 ára Kaja Kallas átti sæti á Evrópuþinginu á árunum 2014 til 2018.
Hin 43 ára Kaja Kallas átti sæti á Evrópuþinginu á árunum 2014 til 2018. AP/Raul Mee

Samkomulag hefur náðst milli Umbótaflokksins og Miðflokksins um myndun nýrrar ríkisstjórnar í Eistlandi. Kaja Kallas, leiðtogi Umbótaflokksins, mun taka við embætti forsætisráðherra og verður þar með fyrsta konan til að gegna embættinu í landinu.

Greint var frá samkomulaginu í gær, en flokkarnir tveir munu vera með jafn marga ráðherra í nýrri ríkisstjórn. Saman eru flokkarnir með öruggan meirihluta á þinginu, riigikogu.

„Hugsunin með samsetningu ríkisstjórnar minnar er að ná jafnvægi milli karla og kvenna og milli reynslu og nýrra nafna,“ sagði Kallas í gær.

Hin 43 ára Kallas fékk umboð til stjórnarmyndunar eftir að forsætisráðherrann Jüri Ratas, leiðrogi Miðflokksins, tilkynnti að stjórn hans færi frá fyrir um tveimur vikum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×