Skrítin staða í fjaðurvigtinni gæti orðið enn flóknari í kvöld Pétur Marinó Jónsson skrifar 10. desember 2016 15:34 UFC 206 fer fram í kvöld og gæti skapast skrítin staða í fjaðurvigtinni með ákveðnum úrslitum. Anthony Pettis mætir Max Holloway í aðalbardaga kvöldsins og þótt um titilbardaga sé að ræða mun Pettis ekki fá neitt belti með sigri. Upphaflega átti bardagi Pettis og Holloway að vera upp á svo kallaðan bráðabirgðartitil í fjaðurvigtinni (e. interim title). Þetta belti virðist vera gjörsamlega tilgangslaust enda er alvöru fjaðurvigtarmeistarinn Jose Aldo heill heilsu og mun berjast snemma á næsta ári.Conor McGregor var auðvitað fjaðurvigtarmeistarinn en þar sem hann hafði ekki varið beltið sitt í 11 mánuði ákvað UFC að svipta hann titlinum. Jose Aldo var áður bráðabirgðarmeistarinn en eftir að Conor var sviptur titlinum var Aldo gerður að alvöru meistaranum. Til að gera málin enn flóknari ákvað UFC að búa til nýjan bráðabirgðartitil fyrir bardaga Holloway og Pettis. Upphaflega átti aðalbardaginn á UFC 206 að vera titilbardagi í léttþungavigtinni á milli Daniel Cormier og Anthony Johnson. En eftir að Cormier meiddist var bardagi Pettis og Holloway færður í aðalbardaga kvöldsins og skyndilega orðinn titilbardagi. Málin urðu hins vegar enn flóknari í gær þegar Anthony Pettis mistókst að ná fjaðurvigtartakmarkinu. Pettis getur því ekki orðið bráðabirgðarmeistari í fjaðurvigt með sigri í kvöld. Andstæðingur hans, Max Holloway, náði fjaðurvigtartakmarkinu hins vegar og hann getur fengið beltið um mittið með sigri í kvöld. Upphaflega átti sigurvegarinn og þá nýkrýndur bráðabirgðarmeistari að mæta Jose Aldo á komandi ári og sameina beltin. En hvað gerist ef Anthony Pettis vinnur? Pettis gat ómögulega náð vigt í gær þar sem líkaminn gaf sig og er óvíst hvort hann muni reyna aftur að berjast í fjaðurvigt. Hver á þá að fá næsta titilbardaga gegn Jose Aldo? Það eru kannski seinnitíma vandamál en eina sem vitað er að bardaginn í kvöld verður áhugaverður. Anthony Pettis er fyrrum léttvigtarmeistari UFC og átti þetta að vera hans annar bardagi í fjaðurvigtinni. Pettis getur sýnt ótrúleg tilþrif í búrinu og er hrein unun að sjá hann upp á sitt besta. Max Holloway hefur farið á kostum síðan hann tapaði fyrir Conor McGregor árið 2013. Holloway hefur unnið níu bardaga í röð og er hann sigurstranglegri í kvöld en fyrrum meistarinn. UFC 206 er hörku bardagakvöld þó engin risa nöfn séu á bardagakvöldinu. Kúrekinn vinsæli Donald Cerrone mætir harðjaxlinum Matt Brown í afar spennandi bardaga. Þá verður gaman að sjá rotarann sem lítur út fyrir að vera 12 ára, Doo Hoi Choi, fá stórt tækifæri gegn Cub Swanson. UFC 206 verður í beinni útsendingu í nótt á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending kl 3. MMA Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Fleiri fréttir Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Bjarki kallaður inn í landsliðið Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sólveig Lára hætt með ÍR Staðfestir brottför frá Liverpool Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Sendu Houston enn á ný í háttinn Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Sjá meira
UFC 206 fer fram í kvöld og gæti skapast skrítin staða í fjaðurvigtinni með ákveðnum úrslitum. Anthony Pettis mætir Max Holloway í aðalbardaga kvöldsins og þótt um titilbardaga sé að ræða mun Pettis ekki fá neitt belti með sigri. Upphaflega átti bardagi Pettis og Holloway að vera upp á svo kallaðan bráðabirgðartitil í fjaðurvigtinni (e. interim title). Þetta belti virðist vera gjörsamlega tilgangslaust enda er alvöru fjaðurvigtarmeistarinn Jose Aldo heill heilsu og mun berjast snemma á næsta ári.Conor McGregor var auðvitað fjaðurvigtarmeistarinn en þar sem hann hafði ekki varið beltið sitt í 11 mánuði ákvað UFC að svipta hann titlinum. Jose Aldo var áður bráðabirgðarmeistarinn en eftir að Conor var sviptur titlinum var Aldo gerður að alvöru meistaranum. Til að gera málin enn flóknari ákvað UFC að búa til nýjan bráðabirgðartitil fyrir bardaga Holloway og Pettis. Upphaflega átti aðalbardaginn á UFC 206 að vera titilbardagi í léttþungavigtinni á milli Daniel Cormier og Anthony Johnson. En eftir að Cormier meiddist var bardagi Pettis og Holloway færður í aðalbardaga kvöldsins og skyndilega orðinn titilbardagi. Málin urðu hins vegar enn flóknari í gær þegar Anthony Pettis mistókst að ná fjaðurvigtartakmarkinu. Pettis getur því ekki orðið bráðabirgðarmeistari í fjaðurvigt með sigri í kvöld. Andstæðingur hans, Max Holloway, náði fjaðurvigtartakmarkinu hins vegar og hann getur fengið beltið um mittið með sigri í kvöld. Upphaflega átti sigurvegarinn og þá nýkrýndur bráðabirgðarmeistari að mæta Jose Aldo á komandi ári og sameina beltin. En hvað gerist ef Anthony Pettis vinnur? Pettis gat ómögulega náð vigt í gær þar sem líkaminn gaf sig og er óvíst hvort hann muni reyna aftur að berjast í fjaðurvigt. Hver á þá að fá næsta titilbardaga gegn Jose Aldo? Það eru kannski seinnitíma vandamál en eina sem vitað er að bardaginn í kvöld verður áhugaverður. Anthony Pettis er fyrrum léttvigtarmeistari UFC og átti þetta að vera hans annar bardagi í fjaðurvigtinni. Pettis getur sýnt ótrúleg tilþrif í búrinu og er hrein unun að sjá hann upp á sitt besta. Max Holloway hefur farið á kostum síðan hann tapaði fyrir Conor McGregor árið 2013. Holloway hefur unnið níu bardaga í röð og er hann sigurstranglegri í kvöld en fyrrum meistarinn. UFC 206 er hörku bardagakvöld þó engin risa nöfn séu á bardagakvöldinu. Kúrekinn vinsæli Donald Cerrone mætir harðjaxlinum Matt Brown í afar spennandi bardaga. Þá verður gaman að sjá rotarann sem lítur út fyrir að vera 12 ára, Doo Hoi Choi, fá stórt tækifæri gegn Cub Swanson. UFC 206 verður í beinni útsendingu í nótt á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending kl 3.
MMA Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Fleiri fréttir Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Bjarki kallaður inn í landsliðið Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sólveig Lára hætt með ÍR Staðfestir brottför frá Liverpool Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Sendu Houston enn á ný í háttinn Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Sjá meira