Skilagjald 357 prósentum hærra í Danmörku en á Íslandi Heimir Már Pétursson skrifar 23. júlí 2013 18:50 Skilagjald fyrir einnota drykkjarumbúðir er 50 til 357 prósentum hærra í Danmörku en hér á landi, þar sem gjaldið er 14 krónur. Skilagjaldið hér á að hækka með neysluvísitölu og mun væntanlega hækka um eina krónu á næstunni. Íslendingar eru duglegir við að skila inn einnota umbúðum en um 90 prósent einnota umbúða skila sér til Endurvinnslunnar ár hvert. Skilagjaldið á Íslandi er 14 krónur en í Danmörku er það allt frá tuttugu og einni krónu upp í sextíu og fjórar krónur, allt eftir gerð og stærð umbúðanna. Munurinn er 50 til 357 prósent. Endurvinnslan selur um 700 tonn af áli og 1.800 tonn af plasti á ári til frekari endurvinnslu í útlöndum og er velta fyrirtækisins um 260 milljónir króna á ári. Verð á áli ræður miklu um hag fyrirtækisins en það er fremur lágt um þessar mundir. Helgi Lárusson framkvæmdastjóri Endurvinnslunnar segir skilagjaldið hér bundið lögum og hækki með neysluvísitölu. Það hafi verið 5 krónur þegar gjaldið var tekið upp árið 1989. "Við höfum reyndar sjálfir óskað eftir hækkun á þessu gjaldi, en það er eins og ég segi ákveðið samkvæmt lögum. Nú er reyndar verið að vinna í að breyta þessum lögum þannig að þetta gæti orðið frjálst. En ég er hins vegar ekki alveg sammála því að gjaldið á Norðurlöndunum sé endilega besta gjaldið," segir Helgi. Víðs vegar um Evrópu utan Norðurlandanna og í Bandaríkjunum sé gjaldið svipað og hér. En væri ekki meira hvetjandi fyrir fólk að skila inn umbúðum ef gjaldið væri t.d. 20 krónur? "Það má alveg velta því fyrir sér. Við sjáum að við erum ekki langt frá Norðurlöndunum í skilum. Við erum með um 90 prósent skil á áli og um 87 prósent í plasti. Þetta er keimlíkt og á hinum Norðurlöndunum sem eru með 90 plús. Þannig að hvatinn þar liggur kannski í því að skilagjaldið er hærra og móttökustaðirnir eru fleiri," segir Helgi. Helgi býst reyndar við að gjaldið hækki í 15 krónur á næstunni, en um ár er liðið frá því Endurvinnslan óskað eftir því við umhverfisráðuneytið að fá heimild til að hækka gjaldið. Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Skilagjald fyrir einnota drykkjarumbúðir er 50 til 357 prósentum hærra í Danmörku en hér á landi, þar sem gjaldið er 14 krónur. Skilagjaldið hér á að hækka með neysluvísitölu og mun væntanlega hækka um eina krónu á næstunni. Íslendingar eru duglegir við að skila inn einnota umbúðum en um 90 prósent einnota umbúða skila sér til Endurvinnslunnar ár hvert. Skilagjaldið á Íslandi er 14 krónur en í Danmörku er það allt frá tuttugu og einni krónu upp í sextíu og fjórar krónur, allt eftir gerð og stærð umbúðanna. Munurinn er 50 til 357 prósent. Endurvinnslan selur um 700 tonn af áli og 1.800 tonn af plasti á ári til frekari endurvinnslu í útlöndum og er velta fyrirtækisins um 260 milljónir króna á ári. Verð á áli ræður miklu um hag fyrirtækisins en það er fremur lágt um þessar mundir. Helgi Lárusson framkvæmdastjóri Endurvinnslunnar segir skilagjaldið hér bundið lögum og hækki með neysluvísitölu. Það hafi verið 5 krónur þegar gjaldið var tekið upp árið 1989. "Við höfum reyndar sjálfir óskað eftir hækkun á þessu gjaldi, en það er eins og ég segi ákveðið samkvæmt lögum. Nú er reyndar verið að vinna í að breyta þessum lögum þannig að þetta gæti orðið frjálst. En ég er hins vegar ekki alveg sammála því að gjaldið á Norðurlöndunum sé endilega besta gjaldið," segir Helgi. Víðs vegar um Evrópu utan Norðurlandanna og í Bandaríkjunum sé gjaldið svipað og hér. En væri ekki meira hvetjandi fyrir fólk að skila inn umbúðum ef gjaldið væri t.d. 20 krónur? "Það má alveg velta því fyrir sér. Við sjáum að við erum ekki langt frá Norðurlöndunum í skilum. Við erum með um 90 prósent skil á áli og um 87 prósent í plasti. Þetta er keimlíkt og á hinum Norðurlöndunum sem eru með 90 plús. Þannig að hvatinn þar liggur kannski í því að skilagjaldið er hærra og móttökustaðirnir eru fleiri," segir Helgi. Helgi býst reyndar við að gjaldið hækki í 15 krónur á næstunni, en um ár er liðið frá því Endurvinnslan óskað eftir því við umhverfisráðuneytið að fá heimild til að hækka gjaldið.
Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði