Fótbolti

Ajax skaust í annað sætið með sigri á PSV

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Stuðningsmenn Ajax höfðu ástæðu til að fagna í dag.
Stuðningsmenn Ajax höfðu ástæðu til að fagna í dag. Nordic Photos / Getty Images
Ajax Amsterdam lagði PSV Eindhoven að velli 2-0 í stórleik dagsins í hollensku knattspyrnunni. Liðið er aðeins stigi á eftir AZ Alkmaar í öðru sæti deildarinnar.

Eftir markalausan fyrri hálfleik gerðu heimamenn í Ajax út um leikinn með tveimur mörkum á sjö mínútna kafla.

Fyrst skoraði Ismail Aissati á 56. mínútu og sjö mínútum síðar fékk liðið vítaspyrnu. Siem de Jon steig á punktinn og skoraði.

Ajax hefur 55 stig í öðru sæti deildarinnar, stigi minna en AZ Alkmaar sem vann fyrr í dag þökk sé marki Jóhanns Berg Guðmundssonar.

PSV er í fjórða sæti með 51 stig.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×