Erlent

Islamistar framlengja frest

Hópur Íslamista sem heldur til í Saharaeyðimörkinni og hefur þar tvo austurríska gísla í haldi hefur framlengt frest sem hópurinn gaf austurískum yfirvöldum til að verða við kröfum um lausnargjald. Hópurinn heimtar að 10 herskáir íslamistar sem í haldi eru í Alsír og Túnis verði látnir lausir gegn því að láta gíslana af hendi.

Þetta kom fram í tilkynningu frá SITE en það eru samtök sem fylgjast með spjallrásum Íslamista á netinu. Í tilkynningunni segir að fresturinn sem austurrísk yfirvöld hafa fengið sé til 6. apríl.

Íslamistarnir sem um ræðir eru taldir vera í nánum samskiptum við Al kaída. Þeir berjast fyrir auknum áhrifum í Norður-Afríku. austuríkismennirnir sem eru á þeirra valdi voru ferðamenn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×