Innlent

Forstjóri Alcan segir álverskosninguna ekki bindandi

Forstjóri Alcan, Dick Evans, segir að íbúakosning um framtíð álversins í Straumsvík hafi ekki verið bindandi. Þetta kom fram á símafundi Alcan á þriðjudag þegar hann svarðaði spurningu blaðakonu Dow Jones. Hann segir kosningaúrslitin vissulega tefja fyrir stækkun álversins en hann sé þess fullviss að fyrirtækið nái að afla sér stuðnings almennings.

 

Evans sagðist bjartsýnn á að viðunandi niðurstaða fáist í málefnum Alcan á Íslandi. „Við lendum reglulega í töfum af þessu tagi," sagði Evans og bætti við að gott orðspor Alcan á Íslandi muni gera fyrirtækinu kleift að afla sér stuðnings almennings í málinu."

 

Forstjórinn lagði áherslu á að líta ætti á málið til langs tíma. Hann sagði að sennilega hefðu einhverjir talað um að framtíði álversins væri í hættu í aðdraganda kosninganna en lagði áherslu á að að þá væru menn að líta til langs tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×