Enski boltinn

Berbatov er hrokafull snobbhæna

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Pavlyuchenko fer ekki fögrum orðum um Berbatov.
Pavlyuchenko fer ekki fögrum orðum um Berbatov.

Rússanum Roman Pavlyuchenko hjá Tottenham líkar augljóslega ekkert sérstaklega vel við Dimitar Berbatov, leikmann Man. Utd, eins og sést í viðtali við hann í dag.

„Robbie Keane fékk höfðinglegar móttökur þegar hann snéri aftur til Spurs en það yrði aldrei þannig ef Berbatov kæmi aftur. Ég hef heyrt sögur af því að hann væri hrokafull snobbhæna sem eftir æfingar kastaði skónum sínum í manninn sem sér um skóna og skipað honum að þrífa þá. Það líkar engum við svona fólk en samt er hann að spila með Man. Utd," sagði Pavlyuchenko sem sjálfur lætur sig dreyma um að spila fyrir United.

„Það væri rangt að dreyma ekki um það. Ég er búinn að komast að því að enska úrvalsdeildin er hreinlega ástæðan fyrir því að maður á að byrja að spila fótbolta. Þar er Man. Utd besta liðið. Þegar maður er búinn að uppfylla einn draum verður maður að setja næsta draum í gang," sagði Rússinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×