Enski boltinn

Wickham skaut Crystal Palace í bikarúrslitin | Sjáðu mörkin á Wembley

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Connor Wickham skoraði sigurmark Crystal Palace í seinni undanúrslitaleik FA-bikarsins í dag en leiknum lauk með 2-1 sigri Crystal Palace á Watford.

Crystal Palace fékk sannkallaða draumabyrjun þegar Yannick Bolasie skallaði boltann í netið af stuttu færi á 6. mínútu leiksins eftir hornspyrnu frá Yohan Cabaye.

Crystal Palace leiddi í hálfleik 1-0 en Watford náði að jafna metin á upphafsmínútum seinni hálfleiks þegar Troy Deeney skallaði hornspyrnu Pape Souare í netið af stuttu færi en leikmenn Crystal Palace voru fljótir að svara.

Aðeins sex mínútum síðar skallaði Connor Wickham fyrirgjöf Souare í netið og kom Crystal Palace aftur yfir en þetta reyndist vera sigurmark leiksins.

Er þetta í fyrsta sinn síðan 1990 sem Crystal Palace leikur í úrslitum FA-bikarsins en Alan Pardew, núverandi knattspyrnustjóri liðsins, tók þátt í þeim leik.

Deeney jafnar á Wembley: Wickham kemur Crystal Palace aftur yfir:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×