Menning

Maríanna Clara nýr dramatúrg Borgarleikhússins

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Maríanna Clara Lúthersdóttir.
Maríanna Clara Lúthersdóttir. Aðsend

Maríanna Clara Lúthersdóttir hefur verið ráðin dramatúrg Borgarleikhússins. Hún tekur við starfinu af Hrafnhildi Hagalín sem færði sig á dögunum yfir til Þjóðleikhússins.

Maríanna hefur störf þann 1. maí. en mun taka þátt í verkefnavalsnefnd leikhússins á næstunni. Þá verður hún hluti af nýju listrænu teymi Borgarleikhússins.

Maríanna Clara útskrifaðist frá Leiklistardeild LHÍ vorið 2003 og hefur leikið í fjölmörgum leikritum síðan. Má nefna

hlutverk Dóru í In Transit í Borgarleikhúsinu, Osló, Edinborg og London; Stellu í Hinum útvalda í Loftkastalanum, Birnu í Örlagaeggjunum í Borgarleikhúsinu, Peggy Pickiet sér andlit guðs í Borgarleikhúsinu og Rosie í Mamma Mia sömuleiðis svo fátt eitt sé nefnt.

Maríanna Clara er mikill femínisti eins og kom fram í viðtali við Fréttablaðið árið 2016. Þá lifir hún bíllausum lífstíl.

Hún er ein af stofnendum Leikfélagsins Kvenfélagsins Garps og hefur leikið í uppfærslum þess. Þá er Maríanna menntaður bókmenntafræðingur og hefur sinnt kennslu í fræðunum við Háskóla Íslands.

Miklar sviptingar eru á leikhúsmarkaðnum ef svo má segja um þessar mundir. Nýir leikhússtjórar bæði í Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu, fólk á faraldsfæti.


Tengdar fréttir

Brynhildur veður í óhefðbundinn Makbeð

Brynhildur Guðjónsdóttir, nýráðin leikhússtjóri Borgarleikhússins, mun leikstýra einu þekktasta leikriti Shakespeares Makbeð sem áætlað er að frumsýna á Stóra sviði Borgarleikhússins haustið 2021.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×