Mikið áhyggjuefni að „gangainnlagnir“ hafi tíðkast mjög lengi á Landspítalanum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. desember 2016 15:05 Embætti landlæknis hefur birt niðurstöður og samantekt á heimasíðu embættisins í kjölfar þess að farið væri í skyndiúttekt á Landspítalanum eftir fjölmiðlaumfjöllun um málefni spítalans um liðna helgi. Er það mikið áhyggjuefni að mati Embættis landlæknis að „gangainnlagnir“ sjúklinga, sem eru hluti af venjulegum veruleika á Landspítalanum, sé ástand sem hafi verið viðvarandi mjög lengi og það jafnvel í áratugi. Birgir Jakobsson, landlæknir, fór í úttektina mánudaginn 19. desember ásamt tveimur fulltrúum embættisins. Í samantektinni sem birt hefur verið kemur fram að miðað við þau gögn sem aflað var sé ástandið nú og því sem lýst var í sjónvarpsfréttum RÚV „ekki mikið frábrugðið því sem verið hefur um langt skeið á spítalanum. Það breytir því hins vegar ekki að það er afar slæmt að sjúklingar sem þurfa á sjúkrahúsþjónustu að halda liggi á göngum eða setustofum.“ Í úttektinni var farið á sex legudeildir Landspítalans við Hringbraut. Var rætt við deildarstjóra á flestum deildunum sem og starfsfólk. Á deildunum eru 116 legurými en á mánudaginn lágu 122 sjúklingar á deildunum. Því voru sex sjúklingar á gangi eða í öðrum rýmum en sjúklingar eru ekki lagðir í slík rými nema að undangengnu nákvæmu mati á því hvort að sjúklingurinn þoli slíkt. Hluti af skýringunni á því hvers vegna þröngt er um sjúklinga um helgar er sú að þá útskrifast mun færri af spítalanum en á virkum dögum. Innskriftir eru reyndar einnig færri á laugardögum og sunnudögum en á virkum dögum „sem bendir til minni starfsemi um helgar á þessum deildum,“ að því er segir á vef landlæknis. Þá er annar hluti skýringarinnar langur biðtími eftir öðrum úrræðum fyrir sjúklinga sem lokið hafa meðferð á Landspítalanum. Samantekt Embættis landlæknis lýkur á þessum orðum: „Flestir viðmælendur í eftirlitsheimsókninni töluðu um að „gangainnlagnir“ væru hluti af venjulegum veruleika á spítalanum og er það mikið áhyggjuefni að mati Embætti landlæknis að það ástand hefur verið viðvarandi mjög lengi, jafnvel áratugi. Ljóst er að margir samverkandi þættir voru þess valdandi að það ástand skapaðist sem lýst var í sjónvarpinu að kvöldi 18. desember. Lykilþáttur í því að leysa þann vanda er bygging nýrrar aðstöðu fyrir starfsemi LSH.“ Tengdar fréttir Fjöldi bygginga LSH myglu að bráð Landspítalinn segir ekki nægilega mikið gætt að endurbyggingu húsnæðis spítalans sem liggi undir skemmdum vegna raka og myglu. Að mati framkvæmdastjóra rekstrarsviðs vanti upp á að geta tekið á málum. 17. desember 2016 07:00 Forstjóri Landspítalans harðorður: Boðar uppsagnir og lokanir deilda ef „óboðlegt“ fjárlagafrumvarp verður samþykkt óbreytt Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, er harðorður í nýjum pistli sem birtist á heimasíðu spítalans nú síðdegis. 16. desember 2016 18:01 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Fleiri fréttir Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Sjá meira
Embætti landlæknis hefur birt niðurstöður og samantekt á heimasíðu embættisins í kjölfar þess að farið væri í skyndiúttekt á Landspítalanum eftir fjölmiðlaumfjöllun um málefni spítalans um liðna helgi. Er það mikið áhyggjuefni að mati Embættis landlæknis að „gangainnlagnir“ sjúklinga, sem eru hluti af venjulegum veruleika á Landspítalanum, sé ástand sem hafi verið viðvarandi mjög lengi og það jafnvel í áratugi. Birgir Jakobsson, landlæknir, fór í úttektina mánudaginn 19. desember ásamt tveimur fulltrúum embættisins. Í samantektinni sem birt hefur verið kemur fram að miðað við þau gögn sem aflað var sé ástandið nú og því sem lýst var í sjónvarpsfréttum RÚV „ekki mikið frábrugðið því sem verið hefur um langt skeið á spítalanum. Það breytir því hins vegar ekki að það er afar slæmt að sjúklingar sem þurfa á sjúkrahúsþjónustu að halda liggi á göngum eða setustofum.“ Í úttektinni var farið á sex legudeildir Landspítalans við Hringbraut. Var rætt við deildarstjóra á flestum deildunum sem og starfsfólk. Á deildunum eru 116 legurými en á mánudaginn lágu 122 sjúklingar á deildunum. Því voru sex sjúklingar á gangi eða í öðrum rýmum en sjúklingar eru ekki lagðir í slík rými nema að undangengnu nákvæmu mati á því hvort að sjúklingurinn þoli slíkt. Hluti af skýringunni á því hvers vegna þröngt er um sjúklinga um helgar er sú að þá útskrifast mun færri af spítalanum en á virkum dögum. Innskriftir eru reyndar einnig færri á laugardögum og sunnudögum en á virkum dögum „sem bendir til minni starfsemi um helgar á þessum deildum,“ að því er segir á vef landlæknis. Þá er annar hluti skýringarinnar langur biðtími eftir öðrum úrræðum fyrir sjúklinga sem lokið hafa meðferð á Landspítalanum. Samantekt Embættis landlæknis lýkur á þessum orðum: „Flestir viðmælendur í eftirlitsheimsókninni töluðu um að „gangainnlagnir“ væru hluti af venjulegum veruleika á spítalanum og er það mikið áhyggjuefni að mati Embætti landlæknis að það ástand hefur verið viðvarandi mjög lengi, jafnvel áratugi. Ljóst er að margir samverkandi þættir voru þess valdandi að það ástand skapaðist sem lýst var í sjónvarpinu að kvöldi 18. desember. Lykilþáttur í því að leysa þann vanda er bygging nýrrar aðstöðu fyrir starfsemi LSH.“
Tengdar fréttir Fjöldi bygginga LSH myglu að bráð Landspítalinn segir ekki nægilega mikið gætt að endurbyggingu húsnæðis spítalans sem liggi undir skemmdum vegna raka og myglu. Að mati framkvæmdastjóra rekstrarsviðs vanti upp á að geta tekið á málum. 17. desember 2016 07:00 Forstjóri Landspítalans harðorður: Boðar uppsagnir og lokanir deilda ef „óboðlegt“ fjárlagafrumvarp verður samþykkt óbreytt Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, er harðorður í nýjum pistli sem birtist á heimasíðu spítalans nú síðdegis. 16. desember 2016 18:01 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Fleiri fréttir Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Sjá meira
Fjöldi bygginga LSH myglu að bráð Landspítalinn segir ekki nægilega mikið gætt að endurbyggingu húsnæðis spítalans sem liggi undir skemmdum vegna raka og myglu. Að mati framkvæmdastjóra rekstrarsviðs vanti upp á að geta tekið á málum. 17. desember 2016 07:00
Forstjóri Landspítalans harðorður: Boðar uppsagnir og lokanir deilda ef „óboðlegt“ fjárlagafrumvarp verður samþykkt óbreytt Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, er harðorður í nýjum pistli sem birtist á heimasíðu spítalans nú síðdegis. 16. desember 2016 18:01