Mikið áhyggjuefni að „gangainnlagnir“ hafi tíðkast mjög lengi á Landspítalanum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. desember 2016 15:05 Embætti landlæknis hefur birt niðurstöður og samantekt á heimasíðu embættisins í kjölfar þess að farið væri í skyndiúttekt á Landspítalanum eftir fjölmiðlaumfjöllun um málefni spítalans um liðna helgi. Er það mikið áhyggjuefni að mati Embættis landlæknis að „gangainnlagnir“ sjúklinga, sem eru hluti af venjulegum veruleika á Landspítalanum, sé ástand sem hafi verið viðvarandi mjög lengi og það jafnvel í áratugi. Birgir Jakobsson, landlæknir, fór í úttektina mánudaginn 19. desember ásamt tveimur fulltrúum embættisins. Í samantektinni sem birt hefur verið kemur fram að miðað við þau gögn sem aflað var sé ástandið nú og því sem lýst var í sjónvarpsfréttum RÚV „ekki mikið frábrugðið því sem verið hefur um langt skeið á spítalanum. Það breytir því hins vegar ekki að það er afar slæmt að sjúklingar sem þurfa á sjúkrahúsþjónustu að halda liggi á göngum eða setustofum.“ Í úttektinni var farið á sex legudeildir Landspítalans við Hringbraut. Var rætt við deildarstjóra á flestum deildunum sem og starfsfólk. Á deildunum eru 116 legurými en á mánudaginn lágu 122 sjúklingar á deildunum. Því voru sex sjúklingar á gangi eða í öðrum rýmum en sjúklingar eru ekki lagðir í slík rými nema að undangengnu nákvæmu mati á því hvort að sjúklingurinn þoli slíkt. Hluti af skýringunni á því hvers vegna þröngt er um sjúklinga um helgar er sú að þá útskrifast mun færri af spítalanum en á virkum dögum. Innskriftir eru reyndar einnig færri á laugardögum og sunnudögum en á virkum dögum „sem bendir til minni starfsemi um helgar á þessum deildum,“ að því er segir á vef landlæknis. Þá er annar hluti skýringarinnar langur biðtími eftir öðrum úrræðum fyrir sjúklinga sem lokið hafa meðferð á Landspítalanum. Samantekt Embættis landlæknis lýkur á þessum orðum: „Flestir viðmælendur í eftirlitsheimsókninni töluðu um að „gangainnlagnir“ væru hluti af venjulegum veruleika á spítalanum og er það mikið áhyggjuefni að mati Embætti landlæknis að það ástand hefur verið viðvarandi mjög lengi, jafnvel áratugi. Ljóst er að margir samverkandi þættir voru þess valdandi að það ástand skapaðist sem lýst var í sjónvarpinu að kvöldi 18. desember. Lykilþáttur í því að leysa þann vanda er bygging nýrrar aðstöðu fyrir starfsemi LSH.“ Tengdar fréttir Fjöldi bygginga LSH myglu að bráð Landspítalinn segir ekki nægilega mikið gætt að endurbyggingu húsnæðis spítalans sem liggi undir skemmdum vegna raka og myglu. Að mati framkvæmdastjóra rekstrarsviðs vanti upp á að geta tekið á málum. 17. desember 2016 07:00 Forstjóri Landspítalans harðorður: Boðar uppsagnir og lokanir deilda ef „óboðlegt“ fjárlagafrumvarp verður samþykkt óbreytt Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, er harðorður í nýjum pistli sem birtist á heimasíðu spítalans nú síðdegis. 16. desember 2016 18:01 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjá meira
Embætti landlæknis hefur birt niðurstöður og samantekt á heimasíðu embættisins í kjölfar þess að farið væri í skyndiúttekt á Landspítalanum eftir fjölmiðlaumfjöllun um málefni spítalans um liðna helgi. Er það mikið áhyggjuefni að mati Embættis landlæknis að „gangainnlagnir“ sjúklinga, sem eru hluti af venjulegum veruleika á Landspítalanum, sé ástand sem hafi verið viðvarandi mjög lengi og það jafnvel í áratugi. Birgir Jakobsson, landlæknir, fór í úttektina mánudaginn 19. desember ásamt tveimur fulltrúum embættisins. Í samantektinni sem birt hefur verið kemur fram að miðað við þau gögn sem aflað var sé ástandið nú og því sem lýst var í sjónvarpsfréttum RÚV „ekki mikið frábrugðið því sem verið hefur um langt skeið á spítalanum. Það breytir því hins vegar ekki að það er afar slæmt að sjúklingar sem þurfa á sjúkrahúsþjónustu að halda liggi á göngum eða setustofum.“ Í úttektinni var farið á sex legudeildir Landspítalans við Hringbraut. Var rætt við deildarstjóra á flestum deildunum sem og starfsfólk. Á deildunum eru 116 legurými en á mánudaginn lágu 122 sjúklingar á deildunum. Því voru sex sjúklingar á gangi eða í öðrum rýmum en sjúklingar eru ekki lagðir í slík rými nema að undangengnu nákvæmu mati á því hvort að sjúklingurinn þoli slíkt. Hluti af skýringunni á því hvers vegna þröngt er um sjúklinga um helgar er sú að þá útskrifast mun færri af spítalanum en á virkum dögum. Innskriftir eru reyndar einnig færri á laugardögum og sunnudögum en á virkum dögum „sem bendir til minni starfsemi um helgar á þessum deildum,“ að því er segir á vef landlæknis. Þá er annar hluti skýringarinnar langur biðtími eftir öðrum úrræðum fyrir sjúklinga sem lokið hafa meðferð á Landspítalanum. Samantekt Embættis landlæknis lýkur á þessum orðum: „Flestir viðmælendur í eftirlitsheimsókninni töluðu um að „gangainnlagnir“ væru hluti af venjulegum veruleika á spítalanum og er það mikið áhyggjuefni að mati Embætti landlæknis að það ástand hefur verið viðvarandi mjög lengi, jafnvel áratugi. Ljóst er að margir samverkandi þættir voru þess valdandi að það ástand skapaðist sem lýst var í sjónvarpinu að kvöldi 18. desember. Lykilþáttur í því að leysa þann vanda er bygging nýrrar aðstöðu fyrir starfsemi LSH.“
Tengdar fréttir Fjöldi bygginga LSH myglu að bráð Landspítalinn segir ekki nægilega mikið gætt að endurbyggingu húsnæðis spítalans sem liggi undir skemmdum vegna raka og myglu. Að mati framkvæmdastjóra rekstrarsviðs vanti upp á að geta tekið á málum. 17. desember 2016 07:00 Forstjóri Landspítalans harðorður: Boðar uppsagnir og lokanir deilda ef „óboðlegt“ fjárlagafrumvarp verður samþykkt óbreytt Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, er harðorður í nýjum pistli sem birtist á heimasíðu spítalans nú síðdegis. 16. desember 2016 18:01 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjá meira
Fjöldi bygginga LSH myglu að bráð Landspítalinn segir ekki nægilega mikið gætt að endurbyggingu húsnæðis spítalans sem liggi undir skemmdum vegna raka og myglu. Að mati framkvæmdastjóra rekstrarsviðs vanti upp á að geta tekið á málum. 17. desember 2016 07:00
Forstjóri Landspítalans harðorður: Boðar uppsagnir og lokanir deilda ef „óboðlegt“ fjárlagafrumvarp verður samþykkt óbreytt Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, er harðorður í nýjum pistli sem birtist á heimasíðu spítalans nú síðdegis. 16. desember 2016 18:01