Mikið áhyggjuefni að „gangainnlagnir“ hafi tíðkast mjög lengi á Landspítalanum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. desember 2016 15:05 Embætti landlæknis hefur birt niðurstöður og samantekt á heimasíðu embættisins í kjölfar þess að farið væri í skyndiúttekt á Landspítalanum eftir fjölmiðlaumfjöllun um málefni spítalans um liðna helgi. Er það mikið áhyggjuefni að mati Embættis landlæknis að „gangainnlagnir“ sjúklinga, sem eru hluti af venjulegum veruleika á Landspítalanum, sé ástand sem hafi verið viðvarandi mjög lengi og það jafnvel í áratugi. Birgir Jakobsson, landlæknir, fór í úttektina mánudaginn 19. desember ásamt tveimur fulltrúum embættisins. Í samantektinni sem birt hefur verið kemur fram að miðað við þau gögn sem aflað var sé ástandið nú og því sem lýst var í sjónvarpsfréttum RÚV „ekki mikið frábrugðið því sem verið hefur um langt skeið á spítalanum. Það breytir því hins vegar ekki að það er afar slæmt að sjúklingar sem þurfa á sjúkrahúsþjónustu að halda liggi á göngum eða setustofum.“ Í úttektinni var farið á sex legudeildir Landspítalans við Hringbraut. Var rætt við deildarstjóra á flestum deildunum sem og starfsfólk. Á deildunum eru 116 legurými en á mánudaginn lágu 122 sjúklingar á deildunum. Því voru sex sjúklingar á gangi eða í öðrum rýmum en sjúklingar eru ekki lagðir í slík rými nema að undangengnu nákvæmu mati á því hvort að sjúklingurinn þoli slíkt. Hluti af skýringunni á því hvers vegna þröngt er um sjúklinga um helgar er sú að þá útskrifast mun færri af spítalanum en á virkum dögum. Innskriftir eru reyndar einnig færri á laugardögum og sunnudögum en á virkum dögum „sem bendir til minni starfsemi um helgar á þessum deildum,“ að því er segir á vef landlæknis. Þá er annar hluti skýringarinnar langur biðtími eftir öðrum úrræðum fyrir sjúklinga sem lokið hafa meðferð á Landspítalanum. Samantekt Embættis landlæknis lýkur á þessum orðum: „Flestir viðmælendur í eftirlitsheimsókninni töluðu um að „gangainnlagnir“ væru hluti af venjulegum veruleika á spítalanum og er það mikið áhyggjuefni að mati Embætti landlæknis að það ástand hefur verið viðvarandi mjög lengi, jafnvel áratugi. Ljóst er að margir samverkandi þættir voru þess valdandi að það ástand skapaðist sem lýst var í sjónvarpinu að kvöldi 18. desember. Lykilþáttur í því að leysa þann vanda er bygging nýrrar aðstöðu fyrir starfsemi LSH.“ Tengdar fréttir Fjöldi bygginga LSH myglu að bráð Landspítalinn segir ekki nægilega mikið gætt að endurbyggingu húsnæðis spítalans sem liggi undir skemmdum vegna raka og myglu. Að mati framkvæmdastjóra rekstrarsviðs vanti upp á að geta tekið á málum. 17. desember 2016 07:00 Forstjóri Landspítalans harðorður: Boðar uppsagnir og lokanir deilda ef „óboðlegt“ fjárlagafrumvarp verður samþykkt óbreytt Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, er harðorður í nýjum pistli sem birtist á heimasíðu spítalans nú síðdegis. 16. desember 2016 18:01 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Fleiri fréttir Sérsveit tók þátt í aðgerð lögreglu á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Embætti landlæknis hefur birt niðurstöður og samantekt á heimasíðu embættisins í kjölfar þess að farið væri í skyndiúttekt á Landspítalanum eftir fjölmiðlaumfjöllun um málefni spítalans um liðna helgi. Er það mikið áhyggjuefni að mati Embættis landlæknis að „gangainnlagnir“ sjúklinga, sem eru hluti af venjulegum veruleika á Landspítalanum, sé ástand sem hafi verið viðvarandi mjög lengi og það jafnvel í áratugi. Birgir Jakobsson, landlæknir, fór í úttektina mánudaginn 19. desember ásamt tveimur fulltrúum embættisins. Í samantektinni sem birt hefur verið kemur fram að miðað við þau gögn sem aflað var sé ástandið nú og því sem lýst var í sjónvarpsfréttum RÚV „ekki mikið frábrugðið því sem verið hefur um langt skeið á spítalanum. Það breytir því hins vegar ekki að það er afar slæmt að sjúklingar sem þurfa á sjúkrahúsþjónustu að halda liggi á göngum eða setustofum.“ Í úttektinni var farið á sex legudeildir Landspítalans við Hringbraut. Var rætt við deildarstjóra á flestum deildunum sem og starfsfólk. Á deildunum eru 116 legurými en á mánudaginn lágu 122 sjúklingar á deildunum. Því voru sex sjúklingar á gangi eða í öðrum rýmum en sjúklingar eru ekki lagðir í slík rými nema að undangengnu nákvæmu mati á því hvort að sjúklingurinn þoli slíkt. Hluti af skýringunni á því hvers vegna þröngt er um sjúklinga um helgar er sú að þá útskrifast mun færri af spítalanum en á virkum dögum. Innskriftir eru reyndar einnig færri á laugardögum og sunnudögum en á virkum dögum „sem bendir til minni starfsemi um helgar á þessum deildum,“ að því er segir á vef landlæknis. Þá er annar hluti skýringarinnar langur biðtími eftir öðrum úrræðum fyrir sjúklinga sem lokið hafa meðferð á Landspítalanum. Samantekt Embættis landlæknis lýkur á þessum orðum: „Flestir viðmælendur í eftirlitsheimsókninni töluðu um að „gangainnlagnir“ væru hluti af venjulegum veruleika á spítalanum og er það mikið áhyggjuefni að mati Embætti landlæknis að það ástand hefur verið viðvarandi mjög lengi, jafnvel áratugi. Ljóst er að margir samverkandi þættir voru þess valdandi að það ástand skapaðist sem lýst var í sjónvarpinu að kvöldi 18. desember. Lykilþáttur í því að leysa þann vanda er bygging nýrrar aðstöðu fyrir starfsemi LSH.“
Tengdar fréttir Fjöldi bygginga LSH myglu að bráð Landspítalinn segir ekki nægilega mikið gætt að endurbyggingu húsnæðis spítalans sem liggi undir skemmdum vegna raka og myglu. Að mati framkvæmdastjóra rekstrarsviðs vanti upp á að geta tekið á málum. 17. desember 2016 07:00 Forstjóri Landspítalans harðorður: Boðar uppsagnir og lokanir deilda ef „óboðlegt“ fjárlagafrumvarp verður samþykkt óbreytt Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, er harðorður í nýjum pistli sem birtist á heimasíðu spítalans nú síðdegis. 16. desember 2016 18:01 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Fleiri fréttir Sérsveit tók þátt í aðgerð lögreglu á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Fjöldi bygginga LSH myglu að bráð Landspítalinn segir ekki nægilega mikið gætt að endurbyggingu húsnæðis spítalans sem liggi undir skemmdum vegna raka og myglu. Að mati framkvæmdastjóra rekstrarsviðs vanti upp á að geta tekið á málum. 17. desember 2016 07:00
Forstjóri Landspítalans harðorður: Boðar uppsagnir og lokanir deilda ef „óboðlegt“ fjárlagafrumvarp verður samþykkt óbreytt Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, er harðorður í nýjum pistli sem birtist á heimasíðu spítalans nú síðdegis. 16. desember 2016 18:01