Innlent

Ungir jafnaðarmenn lýsa andstyggð á dómnum yfir Manning

Bradley Manning á fjölmarga stuðningsmenn víðsvegar um heim
Bradley Manning á fjölmarga stuðningsmenn víðsvegar um heim Mynd/AFp
Ungir jafnaðarmenn lýsa andstyggð sinni á því óréttlæti, sem felst í því að Bradley Manning hafi verið dæmdur í 35 ára fangelsi fyrir að hafa upplýst um hernaðar- og utanríkismál Bandaríkjanna. Dómurinn sé aðför að upplýsinga- og tjáningafrelsi einstakalinga.

Jafnframt skora ungir jafnaðarmenn á Barak Obama Bandaríkjaforseta og friðarverðlaunahafa Nóbels, að gefa Manning upp sakir og hvetja utanríkisráðherra Íslands og ríkisstjórn til að berjast fyrir uppgjöf saka Mannings, á alþjóðavettvangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×