Innlent

Jón Gnarr: "Should I stay or should I go?“

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Jón Gnarr var pönkari í gamla daga, og er það mögulega enn.
Jón Gnarr var pönkari í gamla daga, og er það mögulega enn. samsett mynd
Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur, veltir því fyrir sér hvort hann eigi að gefa kost á sér áfram í embættið í borgarstjórnarkosningum næsta árs.

Það gerir hann á Facebook-síðu sinni og skrifar: „Elections next spring. What do you think?“ (ísl: Kosningar næsta vor. Hvað finnst þér?). Svo birtir hann tónlistarmyndband við lagið „Should I Stay or Should I Go“ (ísl. „Á ég að fara eða vera?“) með bresku hljómsveitinni The Clash.

Í athugasemdakerfinu tjá margir sig, bæði með orðum og myndböndum, og virðist meirihluti þeirra vera á því að Jón eigi að gefa kost á sér á ný. Þá hefur tónlistarmyndböndum á borð við „Don't Go“ með Yazoo, „Stay“ með David Bowie og „The Show Must Go On“ með Queen verið deilt undir stöðuuppfærslu borgarstjóra.

Athygli vekur hve vinsæll Jón virðist vera hjá útlendingum, og fær hann meðal annars kveðjur frá Bandaríkjunum, Kanada og Chile.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×