Sjúsk og subbuskapur segir Össur Heimir Már Pétursson skrifar 22. ágúst 2013 15:32 Gunnar Bragi Sveinsson tók við lyklum að utanríkisráðuneytinu úr höndum Össurar Skarphéðinssonar í maí. Össur Skarphéðinsson fyrrverandi utanríkisráðherra segir að það yrði sjúsk og subbuskapur ef utanríkisráðherra slíti aðildarviðræðunum við Evrópusambandið án þess að fá til þess samþykki Alþingis. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra kynnti lögfræðiálit í utanríkismálanefnd Alþingis í morgun þar sem segir að núverandi stjórnvöld séu ekki bundin af þingsályktun fyrra þings um aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið umfram þingræðisvenjur. Hann væri að íhuga að leysa samninganefnd Íslands og einstaka hópa tengda viðræðunum frá störfum. Árni Þór Sigurðsson fulltrúi Vinstri grænna í utanríkismálanefnd segir það efnislega þýða að viðræðunum yrði slitið og telur eðilegt að ný þingsályktun verði lögð fram, hyggist ríkisstjórnin slíta viðræðunum. „Ég tel að það sé eðlilegast og hreinlegast og það er líka hreinlegast upp á samskipti okkar við önnur lönd, í þessu tilviki Evrópusambandið. Það er mikilvægt að samskipti okkar séu hreinskiptin og það sé engum vafa undirorpið á hvaða ferð íslensk stjórnvöld eru,“ segir Árni Þór. Hann segir rétt að þingsályktunartillögur hafi ekki lagagildi en það séu dæmi um að stjórnvöld vísi í gamlar þingsályktunartillögur. Til að mynda vísi stjórnvöld gjarnan til þingsályktunar um hvalveiðar, þótt komið sé á þriðja áratug frá því sú þingsályktunartillaga var samþykkt. Össur Skarphéðinsson segir að ef utanríkisráðherra leysi samninganefndina upp sé það yfirlýsing um að hann ætli ekki að standa við eigin orð. „Hann hafði lýst því yfir opinberlega að það ætti að gera úttekt á stöðunni í Evrópusambandinu og stöðu viðræðna og leggja það fyrir þingið. Síðan yrðu teknar ákvarðanir í framhaldi af því,“ segir Össur. Þessi viðhorf hafi Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins ítrekað í vikunni. „Mér sýnist að þetta sé einhvers konar innri valdabarátta í ríkisstjórninni þar sem að utanríkisráðherrann og reyndar líka sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra eru einbeittir í því að koma umsókninni fyrir kattarnef,“ segir Össur. Ef samninganefndin verði leyst upp sé í raun búið að slíta viðræðunum. En væri utanríkisráðherra með því að sniðganga Alþingi, þótt niðurstaðan þar sé nokkuð ljós miðað við þingmeirihluta stjórnarflokkanna? „Það er sjúsk og subbuskapur ef ráðherrann ætlar í reynd að slíta viðræðum án þess að fá til þess samþykki Alþingis, segir Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra. Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Fleiri fréttir Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Sjá meira
Össur Skarphéðinsson fyrrverandi utanríkisráðherra segir að það yrði sjúsk og subbuskapur ef utanríkisráðherra slíti aðildarviðræðunum við Evrópusambandið án þess að fá til þess samþykki Alþingis. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra kynnti lögfræðiálit í utanríkismálanefnd Alþingis í morgun þar sem segir að núverandi stjórnvöld séu ekki bundin af þingsályktun fyrra þings um aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið umfram þingræðisvenjur. Hann væri að íhuga að leysa samninganefnd Íslands og einstaka hópa tengda viðræðunum frá störfum. Árni Þór Sigurðsson fulltrúi Vinstri grænna í utanríkismálanefnd segir það efnislega þýða að viðræðunum yrði slitið og telur eðilegt að ný þingsályktun verði lögð fram, hyggist ríkisstjórnin slíta viðræðunum. „Ég tel að það sé eðlilegast og hreinlegast og það er líka hreinlegast upp á samskipti okkar við önnur lönd, í þessu tilviki Evrópusambandið. Það er mikilvægt að samskipti okkar séu hreinskiptin og það sé engum vafa undirorpið á hvaða ferð íslensk stjórnvöld eru,“ segir Árni Þór. Hann segir rétt að þingsályktunartillögur hafi ekki lagagildi en það séu dæmi um að stjórnvöld vísi í gamlar þingsályktunartillögur. Til að mynda vísi stjórnvöld gjarnan til þingsályktunar um hvalveiðar, þótt komið sé á þriðja áratug frá því sú þingsályktunartillaga var samþykkt. Össur Skarphéðinsson segir að ef utanríkisráðherra leysi samninganefndina upp sé það yfirlýsing um að hann ætli ekki að standa við eigin orð. „Hann hafði lýst því yfir opinberlega að það ætti að gera úttekt á stöðunni í Evrópusambandinu og stöðu viðræðna og leggja það fyrir þingið. Síðan yrðu teknar ákvarðanir í framhaldi af því,“ segir Össur. Þessi viðhorf hafi Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins ítrekað í vikunni. „Mér sýnist að þetta sé einhvers konar innri valdabarátta í ríkisstjórninni þar sem að utanríkisráðherrann og reyndar líka sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra eru einbeittir í því að koma umsókninni fyrir kattarnef,“ segir Össur. Ef samninganefndin verði leyst upp sé í raun búið að slíta viðræðunum. En væri utanríkisráðherra með því að sniðganga Alþingi, þótt niðurstaðan þar sé nokkuð ljós miðað við þingmeirihluta stjórnarflokkanna? „Það er sjúsk og subbuskapur ef ráðherrann ætlar í reynd að slíta viðræðum án þess að fá til þess samþykki Alþingis, segir Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra.
Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Fleiri fréttir Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Sjá meira