Sjúsk og subbuskapur segir Össur Heimir Már Pétursson skrifar 22. ágúst 2013 15:32 Gunnar Bragi Sveinsson tók við lyklum að utanríkisráðuneytinu úr höndum Össurar Skarphéðinssonar í maí. Össur Skarphéðinsson fyrrverandi utanríkisráðherra segir að það yrði sjúsk og subbuskapur ef utanríkisráðherra slíti aðildarviðræðunum við Evrópusambandið án þess að fá til þess samþykki Alþingis. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra kynnti lögfræðiálit í utanríkismálanefnd Alþingis í morgun þar sem segir að núverandi stjórnvöld séu ekki bundin af þingsályktun fyrra þings um aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið umfram þingræðisvenjur. Hann væri að íhuga að leysa samninganefnd Íslands og einstaka hópa tengda viðræðunum frá störfum. Árni Þór Sigurðsson fulltrúi Vinstri grænna í utanríkismálanefnd segir það efnislega þýða að viðræðunum yrði slitið og telur eðilegt að ný þingsályktun verði lögð fram, hyggist ríkisstjórnin slíta viðræðunum. „Ég tel að það sé eðlilegast og hreinlegast og það er líka hreinlegast upp á samskipti okkar við önnur lönd, í þessu tilviki Evrópusambandið. Það er mikilvægt að samskipti okkar séu hreinskiptin og það sé engum vafa undirorpið á hvaða ferð íslensk stjórnvöld eru,“ segir Árni Þór. Hann segir rétt að þingsályktunartillögur hafi ekki lagagildi en það séu dæmi um að stjórnvöld vísi í gamlar þingsályktunartillögur. Til að mynda vísi stjórnvöld gjarnan til þingsályktunar um hvalveiðar, þótt komið sé á þriðja áratug frá því sú þingsályktunartillaga var samþykkt. Össur Skarphéðinsson segir að ef utanríkisráðherra leysi samninganefndina upp sé það yfirlýsing um að hann ætli ekki að standa við eigin orð. „Hann hafði lýst því yfir opinberlega að það ætti að gera úttekt á stöðunni í Evrópusambandinu og stöðu viðræðna og leggja það fyrir þingið. Síðan yrðu teknar ákvarðanir í framhaldi af því,“ segir Össur. Þessi viðhorf hafi Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins ítrekað í vikunni. „Mér sýnist að þetta sé einhvers konar innri valdabarátta í ríkisstjórninni þar sem að utanríkisráðherrann og reyndar líka sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra eru einbeittir í því að koma umsókninni fyrir kattarnef,“ segir Össur. Ef samninganefndin verði leyst upp sé í raun búið að slíta viðræðunum. En væri utanríkisráðherra með því að sniðganga Alþingi, þótt niðurstaðan þar sé nokkuð ljós miðað við þingmeirihluta stjórnarflokkanna? „Það er sjúsk og subbuskapur ef ráðherrann ætlar í reynd að slíta viðræðum án þess að fá til þess samþykki Alþingis, segir Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Sjá meira
Össur Skarphéðinsson fyrrverandi utanríkisráðherra segir að það yrði sjúsk og subbuskapur ef utanríkisráðherra slíti aðildarviðræðunum við Evrópusambandið án þess að fá til þess samþykki Alþingis. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra kynnti lögfræðiálit í utanríkismálanefnd Alþingis í morgun þar sem segir að núverandi stjórnvöld séu ekki bundin af þingsályktun fyrra þings um aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið umfram þingræðisvenjur. Hann væri að íhuga að leysa samninganefnd Íslands og einstaka hópa tengda viðræðunum frá störfum. Árni Þór Sigurðsson fulltrúi Vinstri grænna í utanríkismálanefnd segir það efnislega þýða að viðræðunum yrði slitið og telur eðilegt að ný þingsályktun verði lögð fram, hyggist ríkisstjórnin slíta viðræðunum. „Ég tel að það sé eðlilegast og hreinlegast og það er líka hreinlegast upp á samskipti okkar við önnur lönd, í þessu tilviki Evrópusambandið. Það er mikilvægt að samskipti okkar séu hreinskiptin og það sé engum vafa undirorpið á hvaða ferð íslensk stjórnvöld eru,“ segir Árni Þór. Hann segir rétt að þingsályktunartillögur hafi ekki lagagildi en það séu dæmi um að stjórnvöld vísi í gamlar þingsályktunartillögur. Til að mynda vísi stjórnvöld gjarnan til þingsályktunar um hvalveiðar, þótt komið sé á þriðja áratug frá því sú þingsályktunartillaga var samþykkt. Össur Skarphéðinsson segir að ef utanríkisráðherra leysi samninganefndina upp sé það yfirlýsing um að hann ætli ekki að standa við eigin orð. „Hann hafði lýst því yfir opinberlega að það ætti að gera úttekt á stöðunni í Evrópusambandinu og stöðu viðræðna og leggja það fyrir þingið. Síðan yrðu teknar ákvarðanir í framhaldi af því,“ segir Össur. Þessi viðhorf hafi Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins ítrekað í vikunni. „Mér sýnist að þetta sé einhvers konar innri valdabarátta í ríkisstjórninni þar sem að utanríkisráðherrann og reyndar líka sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra eru einbeittir í því að koma umsókninni fyrir kattarnef,“ segir Össur. Ef samninganefndin verði leyst upp sé í raun búið að slíta viðræðunum. En væri utanríkisráðherra með því að sniðganga Alþingi, þótt niðurstaðan þar sé nokkuð ljós miðað við þingmeirihluta stjórnarflokkanna? „Það er sjúsk og subbuskapur ef ráðherrann ætlar í reynd að slíta viðræðum án þess að fá til þess samþykki Alþingis, segir Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Sjá meira