Fótbolti

Björn Bergmann með sigurmark - Stefán Logi sá rautt

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Björn Bergmann stóð sig vel á EM U-21 í Danmörku
Björn Bergmann stóð sig vel á EM U-21 í Danmörku Mynd/Anton
Íslendingarnir Björn Bergmann Sigurðarson og Stefán Logi Magnússon komu heldur betur við sögu í 2-1 sigri Lilleström á Start í norska boltanum í kvöld. Stefán Logi fékk rautt spjald á 77. mínútu og Björn Bergmann skoraði sigurmarkið á lokamínútu leiksins.

Stefán Logi fékk að líta rauða spjaldið fyrir að brjóta á sóknarmanni Start sem var í upplögðu marktækifæri. Lítið við dómnum að segja. Start skoraði úr vítaspyrnunni og jafnaði metin í 1-1.

Manni færri sótti Lilleström til sigurs og á lokamínútunni gerðist skondið atvik. Markvörður Start braut af sér út við hliðarlínu. Björn Bergmann var fljótur að hugsa, tók aukaspyrnuna og sendi knöttinn í mark Start. Virkilega vel gert en fyrr í leiknum hafði Björn Bergmann átt hörkuskot í stöng.

Með sigrinum fer Lilleström upp í áttunda sæti deildarinnar en hefur spilað einum til tveimur leikjum meir en flest liðin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×