Sport

Sportið í dag: Geir Þorsteins, Gunnhildur og Elvar Már

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Henry Birgir og Kjartan Atli halda um stjórnartaumana í Sportinu í dag.
Henry Birgir og Kjartan Atli halda um stjórnartaumana í Sportinu í dag.

Strákarnir í Sportinu í dag bjóða upp á áhugaverðan þátt í dag. Sportið í dag hefst klukkan 15:00 á Stöð 2 Sport.

Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri ÍA, mætir í stólinn til þess að ræða stöðu íþróttafélaga á Íslandi og málefni knattspyrnunnar í heild sinni. 

Körfuknattleikskonan Gunnhildur Gunnarsdóttir, sem ákvað í gær að leggja skóna á hilluna eftir glæsilegan feril, verður í viðtali. 

Einnig verður heyrt í handknattleikskappanum Hafþóri Má Vignissyni sem óvænt var seldur frá ÍR til Stjörnunnar. 

Körfuknattleikskappinn Elvar Már Friðriksson verður sömuleiðis á línunni en hann átti frábært tímabil í Svíþjóð. Þetta og meira til í Sportinu í dag.

Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×