Enski boltinn

Manchester City: Robinho út - Balotelli inn

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
GettyImages
Manchester City er í viðræðum við tvö félög vegna kaupa á Robinho. Schalke og Besiktas hafa verið orðuð við kaupin.

Robinho kostar 20 milljónir punda og vill komast frá Englandi. Hann var í láni hjá Santos seinni hluta síðasta tímabils en City vill ekki lána hann aftur.

Robinho kostaði félagið 32.5 milljónir punda en hann fæst á útsölu á tvo þriðju þeirrar upphæðar.

Þá er Mario Balotelli við það að skrifa undir hjá City, samkvæmt umboðsmanni hans. Það gæti gerst á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×