Erlent

Sjálfstýring bilaði í rússnesku geimfari

Óli Tynes skrifar
Alþjóðlega geimstöðin séð frá Soyus geimfarinu. Hún ber við jörðina og svartan geiminn.
Alþjóðlega geimstöðin séð frá Soyus geimfarinu. Hún ber við jörðina og svartan geiminn.

Geimfarar á rússneska geimfarinu Soyus 14, handflugu því að Alþjóðlegu geimstöðinni í dag þegar sjálfstýring þess bilaði. Tengingin við geimstöðina tókst ágætlega.

Rússar hafa borið hitann og þungann af flutningum til geimstöðvarinnar síðan bandaríska geimferjan Columbía fórst í lendingu árið 2007. Sjö manna áhöfnin fórst.

Um borð í Soyus farinu var meðal annarra bandaríski auðkýfingurinn Charles Simonyi. Þetta er hans önnur geimferð. Simonyi sem er sextíu ára gamall varð moldríkur á því að þróa hugbúnað fyrir Microsoft.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×