Geir útilokar ekki auðlindaákvæði í stjórnarskrá 6. mars 2007 11:34 Geir H. Haarde forsætisráðherra útilokar ekki að auðlindaákvæði verði sett í stjórnarskrá svo lengi sem það raski ekki núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. Stjórnarandstaðan bauðst í gær til að greiða götu frumvarps um breytingar á stjórnarskránni, hvað varðar sameign þjóðarinnar á auðlindum sjávar, í þinginu, jafnvel þótt lengja þyrfti starfstíma þingsins um einhverja daga. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar i stjórnarskrárnefndinni buðust til að koma Framsóknarflokknum til bjargar í gær. Geir segir ekki ljóst hvað mikil alvara sé að baki. Hann bendir á að í orðum stjórnarandstöðunnar sé Framsókn annars vegar hrósað og svo í hina röndan sé hæðst að flokknum fyrir að vera að beita trixum. Menn viti ekki alveg hvað eigi að taka mikið mark á því en hann voni að stjórnarandstöðunni sé einhver alvara með því sem hún segi. Geir var spurður að því á ríkisstjórnarfundi í morgun hvort hann útilokaði þá ekki útrétta sáttahönd stjórnarandstöðunnar og hann svaraði því til að hann þyrfti ekki sérstaklega á henni að halda. Það væri hins vegar þannig að það væri jafnan breið samstað um stjórnarskrárbreytingar. Jón Kristjánsson, formaður stjórnarskrárnefndar, sagði í Íslandi í dag í gær að forsætisráðherra hefði verið kunnugt um það fyrir jólin hversu alvarlegum augum framsóknarmenn litu fyrirheit í stjórnarsáttmála um auðlindaákvæðið. Geir sagði þetta mikið mál núna þótt þetta hefði ekki verið stórt mál í stjónarskrárnefnd. Hann hefði sjálfur verið varaformaður í stjórnarskrárnefndinni í næstum heilt ár og vissi nákvæmlega hvað þar hefði verið í gangi. Þetta mál hefði ekki verið eitt af stóru málunum þar. Geir var jafnframt spurður út í þau orð Jóns Kristjánssonar í Íslandi í dag í gær þess efnist að hann hefði ekki talið það sitt hlutverk að mynda nýja ríkisstjórn innan stjórnarskrárnefndarinnar. „Það er mjög athyglisvert orðlag," sagði Geir. „Mér finnst það reyndar ekki viðeigandi en hins vegar er það nú svo að við áttum fund í desember, formenn stjórnarflokkanna og formaður og varaformaður stjórnarskrárnefndar, til þess að fara yfir stöðu mála í nefndinni. Ég ætla ekki að rekja nánar þann fund, sem var ágætur, en það er fyrst núna upp á síðkastið sem ég hef orðið var við að þetta sé orðið að gríðarlegu aðalatriði hjá Framsóknarflokknum. Þá reynum við bara að koma til móts við það í anda þess góða samstarfs sem við höfum átt hér í öll þessi ár," sagði Geir. Tengdar fréttir Engin niðurstaða komin í auðlindamálið Forystumenn stjórnarflokkanna hittust í morgun til að ræða nýtt stjórnarskrárákvæði um auðlindir, sem stjórnarsáttmálinn gerir kröfu um. Engin niðurstaða er komin í málið. Geir H Haarde forsætisráðherra segir stjórnarsamstarfið ekki í neinni hættu. Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra segir þó "á mörkunum" að niðurstaða fáist fyrir kosningar. 5. mars 2007 11:52 Stjórnarandstaðan tilbúin að greiða fyrir auðlindamáli á þingi Þingflokkar Samfylkingarinnar, Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs og Frjálslynda flokksins lýsa sig reiðubúna til að greiða fyrir því að ákvæði um þjóðareign á náttúruauðlindum sem ekki eru háðar einkaeignarrétti verði tekið upp í stjórnarskrá. Þetta kom á blaðamannafundi flokkanna í dag í Alþingishúsinu. 5. mars 2007 15:40 Stjórnarslit ef ekki næst sátt um auðlindaákvæði Stjórnarslit blasa við ef sameign þjóðarinnar á auðlindum verður ekki bundin í stjórnarskrá fyrir þinglok. Formaður Framsóknarflokksins og heilbrigðisráðherra lýsa þessu yfir. Varaformaður Sjálfstæðisflokksins segir þetta óviðeigandi málflutning. 3. mars 2007 08:45 Siv á að segja af sér Heilbrigðisráðherra á að segja af sér, að mati Sigurðar Kára Kristjánssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, vegna hótana ráðherrans um stjórnarslit ef sjálfstæðismenn samþykki ekki að setja auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Hann efast um að sjálfstæðismenn verði við þessari kröfu framsóknarmanna. Heilbrigðisráðherra neitar að tjá sig um yfirlýsingar Sigurðar Kára. 4. mars 2007 18:32 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Geir H. Haarde forsætisráðherra útilokar ekki að auðlindaákvæði verði sett í stjórnarskrá svo lengi sem það raski ekki núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. Stjórnarandstaðan bauðst í gær til að greiða götu frumvarps um breytingar á stjórnarskránni, hvað varðar sameign þjóðarinnar á auðlindum sjávar, í þinginu, jafnvel þótt lengja þyrfti starfstíma þingsins um einhverja daga. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar i stjórnarskrárnefndinni buðust til að koma Framsóknarflokknum til bjargar í gær. Geir segir ekki ljóst hvað mikil alvara sé að baki. Hann bendir á að í orðum stjórnarandstöðunnar sé Framsókn annars vegar hrósað og svo í hina röndan sé hæðst að flokknum fyrir að vera að beita trixum. Menn viti ekki alveg hvað eigi að taka mikið mark á því en hann voni að stjórnarandstöðunni sé einhver alvara með því sem hún segi. Geir var spurður að því á ríkisstjórnarfundi í morgun hvort hann útilokaði þá ekki útrétta sáttahönd stjórnarandstöðunnar og hann svaraði því til að hann þyrfti ekki sérstaklega á henni að halda. Það væri hins vegar þannig að það væri jafnan breið samstað um stjórnarskrárbreytingar. Jón Kristjánsson, formaður stjórnarskrárnefndar, sagði í Íslandi í dag í gær að forsætisráðherra hefði verið kunnugt um það fyrir jólin hversu alvarlegum augum framsóknarmenn litu fyrirheit í stjórnarsáttmála um auðlindaákvæðið. Geir sagði þetta mikið mál núna þótt þetta hefði ekki verið stórt mál í stjónarskrárnefnd. Hann hefði sjálfur verið varaformaður í stjórnarskrárnefndinni í næstum heilt ár og vissi nákvæmlega hvað þar hefði verið í gangi. Þetta mál hefði ekki verið eitt af stóru málunum þar. Geir var jafnframt spurður út í þau orð Jóns Kristjánssonar í Íslandi í dag í gær þess efnist að hann hefði ekki talið það sitt hlutverk að mynda nýja ríkisstjórn innan stjórnarskrárnefndarinnar. „Það er mjög athyglisvert orðlag," sagði Geir. „Mér finnst það reyndar ekki viðeigandi en hins vegar er það nú svo að við áttum fund í desember, formenn stjórnarflokkanna og formaður og varaformaður stjórnarskrárnefndar, til þess að fara yfir stöðu mála í nefndinni. Ég ætla ekki að rekja nánar þann fund, sem var ágætur, en það er fyrst núna upp á síðkastið sem ég hef orðið var við að þetta sé orðið að gríðarlegu aðalatriði hjá Framsóknarflokknum. Þá reynum við bara að koma til móts við það í anda þess góða samstarfs sem við höfum átt hér í öll þessi ár," sagði Geir.
Tengdar fréttir Engin niðurstaða komin í auðlindamálið Forystumenn stjórnarflokkanna hittust í morgun til að ræða nýtt stjórnarskrárákvæði um auðlindir, sem stjórnarsáttmálinn gerir kröfu um. Engin niðurstaða er komin í málið. Geir H Haarde forsætisráðherra segir stjórnarsamstarfið ekki í neinni hættu. Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra segir þó "á mörkunum" að niðurstaða fáist fyrir kosningar. 5. mars 2007 11:52 Stjórnarandstaðan tilbúin að greiða fyrir auðlindamáli á þingi Þingflokkar Samfylkingarinnar, Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs og Frjálslynda flokksins lýsa sig reiðubúna til að greiða fyrir því að ákvæði um þjóðareign á náttúruauðlindum sem ekki eru háðar einkaeignarrétti verði tekið upp í stjórnarskrá. Þetta kom á blaðamannafundi flokkanna í dag í Alþingishúsinu. 5. mars 2007 15:40 Stjórnarslit ef ekki næst sátt um auðlindaákvæði Stjórnarslit blasa við ef sameign þjóðarinnar á auðlindum verður ekki bundin í stjórnarskrá fyrir þinglok. Formaður Framsóknarflokksins og heilbrigðisráðherra lýsa þessu yfir. Varaformaður Sjálfstæðisflokksins segir þetta óviðeigandi málflutning. 3. mars 2007 08:45 Siv á að segja af sér Heilbrigðisráðherra á að segja af sér, að mati Sigurðar Kára Kristjánssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, vegna hótana ráðherrans um stjórnarslit ef sjálfstæðismenn samþykki ekki að setja auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Hann efast um að sjálfstæðismenn verði við þessari kröfu framsóknarmanna. Heilbrigðisráðherra neitar að tjá sig um yfirlýsingar Sigurðar Kára. 4. mars 2007 18:32 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Engin niðurstaða komin í auðlindamálið Forystumenn stjórnarflokkanna hittust í morgun til að ræða nýtt stjórnarskrárákvæði um auðlindir, sem stjórnarsáttmálinn gerir kröfu um. Engin niðurstaða er komin í málið. Geir H Haarde forsætisráðherra segir stjórnarsamstarfið ekki í neinni hættu. Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra segir þó "á mörkunum" að niðurstaða fáist fyrir kosningar. 5. mars 2007 11:52
Stjórnarandstaðan tilbúin að greiða fyrir auðlindamáli á þingi Þingflokkar Samfylkingarinnar, Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs og Frjálslynda flokksins lýsa sig reiðubúna til að greiða fyrir því að ákvæði um þjóðareign á náttúruauðlindum sem ekki eru háðar einkaeignarrétti verði tekið upp í stjórnarskrá. Þetta kom á blaðamannafundi flokkanna í dag í Alþingishúsinu. 5. mars 2007 15:40
Stjórnarslit ef ekki næst sátt um auðlindaákvæði Stjórnarslit blasa við ef sameign þjóðarinnar á auðlindum verður ekki bundin í stjórnarskrá fyrir þinglok. Formaður Framsóknarflokksins og heilbrigðisráðherra lýsa þessu yfir. Varaformaður Sjálfstæðisflokksins segir þetta óviðeigandi málflutning. 3. mars 2007 08:45
Siv á að segja af sér Heilbrigðisráðherra á að segja af sér, að mati Sigurðar Kára Kristjánssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, vegna hótana ráðherrans um stjórnarslit ef sjálfstæðismenn samþykki ekki að setja auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Hann efast um að sjálfstæðismenn verði við þessari kröfu framsóknarmanna. Heilbrigðisráðherra neitar að tjá sig um yfirlýsingar Sigurðar Kára. 4. mars 2007 18:32