Geir útilokar ekki auðlindaákvæði í stjórnarskrá 6. mars 2007 11:34 Geir H. Haarde forsætisráðherra útilokar ekki að auðlindaákvæði verði sett í stjórnarskrá svo lengi sem það raski ekki núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. Stjórnarandstaðan bauðst í gær til að greiða götu frumvarps um breytingar á stjórnarskránni, hvað varðar sameign þjóðarinnar á auðlindum sjávar, í þinginu, jafnvel þótt lengja þyrfti starfstíma þingsins um einhverja daga. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar i stjórnarskrárnefndinni buðust til að koma Framsóknarflokknum til bjargar í gær. Geir segir ekki ljóst hvað mikil alvara sé að baki. Hann bendir á að í orðum stjórnarandstöðunnar sé Framsókn annars vegar hrósað og svo í hina röndan sé hæðst að flokknum fyrir að vera að beita trixum. Menn viti ekki alveg hvað eigi að taka mikið mark á því en hann voni að stjórnarandstöðunni sé einhver alvara með því sem hún segi. Geir var spurður að því á ríkisstjórnarfundi í morgun hvort hann útilokaði þá ekki útrétta sáttahönd stjórnarandstöðunnar og hann svaraði því til að hann þyrfti ekki sérstaklega á henni að halda. Það væri hins vegar þannig að það væri jafnan breið samstað um stjórnarskrárbreytingar. Jón Kristjánsson, formaður stjórnarskrárnefndar, sagði í Íslandi í dag í gær að forsætisráðherra hefði verið kunnugt um það fyrir jólin hversu alvarlegum augum framsóknarmenn litu fyrirheit í stjórnarsáttmála um auðlindaákvæðið. Geir sagði þetta mikið mál núna þótt þetta hefði ekki verið stórt mál í stjónarskrárnefnd. Hann hefði sjálfur verið varaformaður í stjórnarskrárnefndinni í næstum heilt ár og vissi nákvæmlega hvað þar hefði verið í gangi. Þetta mál hefði ekki verið eitt af stóru málunum þar. Geir var jafnframt spurður út í þau orð Jóns Kristjánssonar í Íslandi í dag í gær þess efnist að hann hefði ekki talið það sitt hlutverk að mynda nýja ríkisstjórn innan stjórnarskrárnefndarinnar. „Það er mjög athyglisvert orðlag," sagði Geir. „Mér finnst það reyndar ekki viðeigandi en hins vegar er það nú svo að við áttum fund í desember, formenn stjórnarflokkanna og formaður og varaformaður stjórnarskrárnefndar, til þess að fara yfir stöðu mála í nefndinni. Ég ætla ekki að rekja nánar þann fund, sem var ágætur, en það er fyrst núna upp á síðkastið sem ég hef orðið var við að þetta sé orðið að gríðarlegu aðalatriði hjá Framsóknarflokknum. Þá reynum við bara að koma til móts við það í anda þess góða samstarfs sem við höfum átt hér í öll þessi ár," sagði Geir. Tengdar fréttir Engin niðurstaða komin í auðlindamálið Forystumenn stjórnarflokkanna hittust í morgun til að ræða nýtt stjórnarskrárákvæði um auðlindir, sem stjórnarsáttmálinn gerir kröfu um. Engin niðurstaða er komin í málið. Geir H Haarde forsætisráðherra segir stjórnarsamstarfið ekki í neinni hættu. Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra segir þó "á mörkunum" að niðurstaða fáist fyrir kosningar. 5. mars 2007 11:52 Stjórnarandstaðan tilbúin að greiða fyrir auðlindamáli á þingi Þingflokkar Samfylkingarinnar, Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs og Frjálslynda flokksins lýsa sig reiðubúna til að greiða fyrir því að ákvæði um þjóðareign á náttúruauðlindum sem ekki eru háðar einkaeignarrétti verði tekið upp í stjórnarskrá. Þetta kom á blaðamannafundi flokkanna í dag í Alþingishúsinu. 5. mars 2007 15:40 Stjórnarslit ef ekki næst sátt um auðlindaákvæði Stjórnarslit blasa við ef sameign þjóðarinnar á auðlindum verður ekki bundin í stjórnarskrá fyrir þinglok. Formaður Framsóknarflokksins og heilbrigðisráðherra lýsa þessu yfir. Varaformaður Sjálfstæðisflokksins segir þetta óviðeigandi málflutning. 3. mars 2007 08:45 Siv á að segja af sér Heilbrigðisráðherra á að segja af sér, að mati Sigurðar Kára Kristjánssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, vegna hótana ráðherrans um stjórnarslit ef sjálfstæðismenn samþykki ekki að setja auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Hann efast um að sjálfstæðismenn verði við þessari kröfu framsóknarmanna. Heilbrigðisráðherra neitar að tjá sig um yfirlýsingar Sigurðar Kára. 4. mars 2007 18:32 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Sjá meira
Geir H. Haarde forsætisráðherra útilokar ekki að auðlindaákvæði verði sett í stjórnarskrá svo lengi sem það raski ekki núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. Stjórnarandstaðan bauðst í gær til að greiða götu frumvarps um breytingar á stjórnarskránni, hvað varðar sameign þjóðarinnar á auðlindum sjávar, í þinginu, jafnvel þótt lengja þyrfti starfstíma þingsins um einhverja daga. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar i stjórnarskrárnefndinni buðust til að koma Framsóknarflokknum til bjargar í gær. Geir segir ekki ljóst hvað mikil alvara sé að baki. Hann bendir á að í orðum stjórnarandstöðunnar sé Framsókn annars vegar hrósað og svo í hina röndan sé hæðst að flokknum fyrir að vera að beita trixum. Menn viti ekki alveg hvað eigi að taka mikið mark á því en hann voni að stjórnarandstöðunni sé einhver alvara með því sem hún segi. Geir var spurður að því á ríkisstjórnarfundi í morgun hvort hann útilokaði þá ekki útrétta sáttahönd stjórnarandstöðunnar og hann svaraði því til að hann þyrfti ekki sérstaklega á henni að halda. Það væri hins vegar þannig að það væri jafnan breið samstað um stjórnarskrárbreytingar. Jón Kristjánsson, formaður stjórnarskrárnefndar, sagði í Íslandi í dag í gær að forsætisráðherra hefði verið kunnugt um það fyrir jólin hversu alvarlegum augum framsóknarmenn litu fyrirheit í stjórnarsáttmála um auðlindaákvæðið. Geir sagði þetta mikið mál núna þótt þetta hefði ekki verið stórt mál í stjónarskrárnefnd. Hann hefði sjálfur verið varaformaður í stjórnarskrárnefndinni í næstum heilt ár og vissi nákvæmlega hvað þar hefði verið í gangi. Þetta mál hefði ekki verið eitt af stóru málunum þar. Geir var jafnframt spurður út í þau orð Jóns Kristjánssonar í Íslandi í dag í gær þess efnist að hann hefði ekki talið það sitt hlutverk að mynda nýja ríkisstjórn innan stjórnarskrárnefndarinnar. „Það er mjög athyglisvert orðlag," sagði Geir. „Mér finnst það reyndar ekki viðeigandi en hins vegar er það nú svo að við áttum fund í desember, formenn stjórnarflokkanna og formaður og varaformaður stjórnarskrárnefndar, til þess að fara yfir stöðu mála í nefndinni. Ég ætla ekki að rekja nánar þann fund, sem var ágætur, en það er fyrst núna upp á síðkastið sem ég hef orðið var við að þetta sé orðið að gríðarlegu aðalatriði hjá Framsóknarflokknum. Þá reynum við bara að koma til móts við það í anda þess góða samstarfs sem við höfum átt hér í öll þessi ár," sagði Geir.
Tengdar fréttir Engin niðurstaða komin í auðlindamálið Forystumenn stjórnarflokkanna hittust í morgun til að ræða nýtt stjórnarskrárákvæði um auðlindir, sem stjórnarsáttmálinn gerir kröfu um. Engin niðurstaða er komin í málið. Geir H Haarde forsætisráðherra segir stjórnarsamstarfið ekki í neinni hættu. Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra segir þó "á mörkunum" að niðurstaða fáist fyrir kosningar. 5. mars 2007 11:52 Stjórnarandstaðan tilbúin að greiða fyrir auðlindamáli á þingi Þingflokkar Samfylkingarinnar, Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs og Frjálslynda flokksins lýsa sig reiðubúna til að greiða fyrir því að ákvæði um þjóðareign á náttúruauðlindum sem ekki eru háðar einkaeignarrétti verði tekið upp í stjórnarskrá. Þetta kom á blaðamannafundi flokkanna í dag í Alþingishúsinu. 5. mars 2007 15:40 Stjórnarslit ef ekki næst sátt um auðlindaákvæði Stjórnarslit blasa við ef sameign þjóðarinnar á auðlindum verður ekki bundin í stjórnarskrá fyrir þinglok. Formaður Framsóknarflokksins og heilbrigðisráðherra lýsa þessu yfir. Varaformaður Sjálfstæðisflokksins segir þetta óviðeigandi málflutning. 3. mars 2007 08:45 Siv á að segja af sér Heilbrigðisráðherra á að segja af sér, að mati Sigurðar Kára Kristjánssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, vegna hótana ráðherrans um stjórnarslit ef sjálfstæðismenn samþykki ekki að setja auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Hann efast um að sjálfstæðismenn verði við þessari kröfu framsóknarmanna. Heilbrigðisráðherra neitar að tjá sig um yfirlýsingar Sigurðar Kára. 4. mars 2007 18:32 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Sjá meira
Engin niðurstaða komin í auðlindamálið Forystumenn stjórnarflokkanna hittust í morgun til að ræða nýtt stjórnarskrárákvæði um auðlindir, sem stjórnarsáttmálinn gerir kröfu um. Engin niðurstaða er komin í málið. Geir H Haarde forsætisráðherra segir stjórnarsamstarfið ekki í neinni hættu. Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra segir þó "á mörkunum" að niðurstaða fáist fyrir kosningar. 5. mars 2007 11:52
Stjórnarandstaðan tilbúin að greiða fyrir auðlindamáli á þingi Þingflokkar Samfylkingarinnar, Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs og Frjálslynda flokksins lýsa sig reiðubúna til að greiða fyrir því að ákvæði um þjóðareign á náttúruauðlindum sem ekki eru háðar einkaeignarrétti verði tekið upp í stjórnarskrá. Þetta kom á blaðamannafundi flokkanna í dag í Alþingishúsinu. 5. mars 2007 15:40
Stjórnarslit ef ekki næst sátt um auðlindaákvæði Stjórnarslit blasa við ef sameign þjóðarinnar á auðlindum verður ekki bundin í stjórnarskrá fyrir þinglok. Formaður Framsóknarflokksins og heilbrigðisráðherra lýsa þessu yfir. Varaformaður Sjálfstæðisflokksins segir þetta óviðeigandi málflutning. 3. mars 2007 08:45
Siv á að segja af sér Heilbrigðisráðherra á að segja af sér, að mati Sigurðar Kára Kristjánssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, vegna hótana ráðherrans um stjórnarslit ef sjálfstæðismenn samþykki ekki að setja auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Hann efast um að sjálfstæðismenn verði við þessari kröfu framsóknarmanna. Heilbrigðisráðherra neitar að tjá sig um yfirlýsingar Sigurðar Kára. 4. mars 2007 18:32