Stjórnarslit ef ekki næst sátt um auðlindaákvæði 3. mars 2007 08:45 „Við verðum að ná samkomulagi um þetta í ríkisstjórninni á næstunni og ef það tekst ekki er augljóslega komin gjá á milli flokkanna því við erum ákveðin í að láta reyna á þetta mál,“ segir Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins. Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra sagði á flokksþingi framsóknarmanna í gær að ríkisstjórnin geti átt erfitt með að lifa af ef ekki næst samkomulag um að binda auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir að binda beri í stjórnarskrá sameign þjóðarinnar á auðlindum sjávar. Framsóknarmenn leggja þunga áherslu á að við það verði staðið og það undirstrikaði Jón í yfirlitsræðu sinni á flokksþinginu í gær. Jón samsinnir Siv um að bregðist það verði stjórnarslit. Minnihlutastjórn verði þá að brúa bilið fram til alþingiskosninganna í maí eða að mynduð verði starfsstjórn. „Við höfum verið í umræðum um þetta innan ríkisstjórnarinnar, og einnig ég og forsætisráðherra, og honum er vel kunnugt um okkar afstöðu.“ segir Jón. „Tíminn er naumur og við þurfum að hafa hraðar hendur í þessu máli. En eins og menn heyra þá er hugur okkar mjög einarður í þessu máli.“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins segir óviðeigandi að ráðherrar setji fram málefni í hótunarstíl. „Sérstaklega finnst mér óviðeigandi að nota stjórnarskrána til að hífa sig upp um eitt, tvö eða þrjú prósentustig í skoðanakönnunum eða kosningum. Stjórnarskráin er mikilvægara plagg en það.“ Þorgerður segir að í stjórnarsáttmálanum sé ekki klárt orðalag varðandi auðlindirnar. „Stjórnarskrárnefnd, sem hefur lengi verið starfandi undir forystu framsóknarmanns, hefur örugglega gert ágæta hluti. En hún hefur ekki náð endanlegri niðurstöðu um þetta ákvæði. Við höfum gert það sem við höfum viljað og getað gert, einmitt með það í huga að uppfylla skilyrði stjórnarsáttmálans. Stjórnarsamstarfið fram til þessa hefur verið farsælt og gott. Ég hef enga trú á öðru en að formenn flokkanna muni leysa þetta mál. Stjórnarsáttmálinn stendur og svo einfalt er það.“ Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
„Við verðum að ná samkomulagi um þetta í ríkisstjórninni á næstunni og ef það tekst ekki er augljóslega komin gjá á milli flokkanna því við erum ákveðin í að láta reyna á þetta mál,“ segir Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins. Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra sagði á flokksþingi framsóknarmanna í gær að ríkisstjórnin geti átt erfitt með að lifa af ef ekki næst samkomulag um að binda auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir að binda beri í stjórnarskrá sameign þjóðarinnar á auðlindum sjávar. Framsóknarmenn leggja þunga áherslu á að við það verði staðið og það undirstrikaði Jón í yfirlitsræðu sinni á flokksþinginu í gær. Jón samsinnir Siv um að bregðist það verði stjórnarslit. Minnihlutastjórn verði þá að brúa bilið fram til alþingiskosninganna í maí eða að mynduð verði starfsstjórn. „Við höfum verið í umræðum um þetta innan ríkisstjórnarinnar, og einnig ég og forsætisráðherra, og honum er vel kunnugt um okkar afstöðu.“ segir Jón. „Tíminn er naumur og við þurfum að hafa hraðar hendur í þessu máli. En eins og menn heyra þá er hugur okkar mjög einarður í þessu máli.“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins segir óviðeigandi að ráðherrar setji fram málefni í hótunarstíl. „Sérstaklega finnst mér óviðeigandi að nota stjórnarskrána til að hífa sig upp um eitt, tvö eða þrjú prósentustig í skoðanakönnunum eða kosningum. Stjórnarskráin er mikilvægara plagg en það.“ Þorgerður segir að í stjórnarsáttmálanum sé ekki klárt orðalag varðandi auðlindirnar. „Stjórnarskrárnefnd, sem hefur lengi verið starfandi undir forystu framsóknarmanns, hefur örugglega gert ágæta hluti. En hún hefur ekki náð endanlegri niðurstöðu um þetta ákvæði. Við höfum gert það sem við höfum viljað og getað gert, einmitt með það í huga að uppfylla skilyrði stjórnarsáttmálans. Stjórnarsamstarfið fram til þessa hefur verið farsælt og gott. Ég hef enga trú á öðru en að formenn flokkanna muni leysa þetta mál. Stjórnarsáttmálinn stendur og svo einfalt er það.“
Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira