Innlent

Æfð viðbrögð við flugslysi við Sauðárkrók

Frá flugslysaæfingu á Keflavíkurvelli árið 2004.
Frá flugslysaæfingu á Keflavíkurvelli árið 2004. MYND/Víkurfréttir

Á þriðja hundrað manns munu taka þátt í umfangsmikilli flugslysaæfingu á Sauðárkróki á morgun. Er þetta stærsta æfing sinnar tegundar í umdæminu í áraraðir.

Á æfingunni verða æfð viðbrögð við slysi þegar 19 farþega flugvél hlekkist á við lendingu á Sauðárkróksflugvelli. Gert er ráð fyrir því eldar kvikni og fjöldi mann þarfnist tafarlausrar aðhlynningar. Þar að auki munu aðstandendur flugfarþeganna leika í æfingunni.

Einn helsti tilgangur æfingarinnar er að láta reyna á áreiðanleika viðbragðsáætlunar sem viðbragðsaðilar í Skagafirði, Flugstoðir og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hafa samið.

Á þriðja hundrað manns munu taka þátt í æfingunni þar af 32 ráðgjafar og eftirlitsmenn. Þá taka einnig þátt í æfingunni þrjár björgunarsveitir, lögreglan á Sauðárkróki og Brunavarnir Skagafjarðar ásamt fleiri aðilum.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×