Fótbolti

Biðraðir í nótt eftir miðum á HM

Elvar Geir Magnússon skrifar
Þarna verður úrslitaleikur HM í sumar.
Þarna verður úrslitaleikur HM í sumar.

„Síðast þegar ég beið í svona röð var þegar ég kaus Mandela," sagði maður einn sem beið í nótt í biðröð fyrir utan stórmarkað í Suður-Afríku til að kaupa sér miða á leik á heimsmeistaramótinu.

Maðurinn vildi ekki láta nafn síns getið þar sem hann skrópaði í vinnuna til að standa í röðinni.

Langar biðraðir sköpuðust fyrir utan þær verslanir í Suður-Afríku þar sem hægt er að kaupa miða á leiki keppninnar. Þetta er í fyrsta sinn sem miðar á HM eru seldir með þessum hætti.

Hingað til hefur aðeins verið hægt að kaupa miða í gegnum heimasíðu FIFA eða í sérstökum sjálfsölum. Fjölmargar kvartanir bárust frá fólki sem hefur ekki netaðgang, á ekki kreditkort eða hefur ekki það mikið fjármagn milli handanna að geta borgað miðana mánuð fram í tímann.

Þá er miðaverð á leikina miklu hærra en þekkist á stórviðburði í Suður-Afríku. Miðasala í landinu fór hægt af stað en með því að selja miða í stórmörkuðum og matvörubúðum lítur út fyrir að það muni nú breytast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×