Innlent

Innan við tíu á sjúkrahúsi vegna Covid-19

Kjartan Kjartansson skrifar
Örfá ný smit hafa greinst undanfarna daga. Myndin er úr safni.
Örfá ný smit hafa greinst undanfarna daga. Myndin er úr safni. Landspítali/Þorkell

Tveir greindust með kórónuveiruna síðasta sólarhringinn, samkvæmt nýuppfærðum tölum á Covid.is. Alls hafa því 1.797 greinst með veiruna hér á landi. 

Sjö eru nú á sjúkrahúsi vegna Covid-19, fjórum færri en í gær, og enginn er lengur á gjörgæslu. Í einagrun er 131 og 715 eru í sóttkví. Nú hafa 1.656 manns náð bata og 18.957 lokið sóttkví. Alls hafa verið tekin 47.573 sýni.

Tíu manns hafa látist í faraldrinum til þessa.

Upplýsingafundur almannavarna vegna veirunnar er á sínum stað klukkan 14 í dag. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir munu fara yfir stöðu mála með tilliti til COVID-19 hér á landi. Gestur fundarins verður Svanhildur Þengilsdóttir, forstöðumaður stuðnings- og öldrunarþjónustu í Garðabæ.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.