Enski boltinn

Tap hjá Liverpool - sigur hjá Chelsea

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Steven Gerrard var svekktur og fór að loku meiddur af velli.
Steven Gerrard var svekktur og fór að loku meiddur af velli. Nordic Photos/Getty Images

Það var ólíkt gengið hjá Chelsea og Liverpool í enska boltanum í dag.

Liverpool tapaði 2-0 fyrir Middlesbrough. Xabi Alonso skoraði sjálfsmark í fyrri hálfleik og Tuncay Sanli skoraði í síðari hálfleik.

Mark John Terry virtist ekki ætla að duga Chelsea því Olivier Kapo jafnaði fyrir Wigan þegar átta mínútur lifðu leiks. Frank Lampard kom Chelsea til bjargar með marki á lokamínútunni.

Arsenal og Fulham gerðu síðan markalaust jafntefli

Chelsea og Liverpool því sjö stigum á eftir toppliði Man. Utd.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×