Enski boltinn

Joe Cole verður ekki með um helgina

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Það verður ekkert af því að Joe Cole, leikmaður Liverpool, spili gegn sínu gamla félagi, West Ham, um helgina.

Cole er enn meiddur og mun líklega ekki spila aftur fyrr en eftir viku. Þá mætir Liverpool sjóðheitu liði Tottenham.

"Joe þarf að jafna sig í viku í viðbót. Hann er nálægt því að vera heill en nauðsynlegt að gefa honum aðeins meiri hvíld," sagði sjúkraþjálfari Liverpool.

Cole mun byrja að æfa af fullum krafti eftir helgi og Hodgson vonast til þess að tefla honum fram í leiknum eftir rúma viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×