Þó svo það gusti um Roberto Mancini, stjóra Man. City, er hann hvergi banginn og stefnir á að enda í einu af fjórum efstu sætunum í ensku úrvalsdeildinni. Hann ætlar einnig að landa einhverjum titli.
"Við erum í fjórða sæti deildarinnar og aðeins þremur stigum á eftir United. Það er nóg eftir af tímabilinu," sagði Mancini.
"Ég er fullviss um að við komumst í Meistaradeildina á næstu leiktíð og ég hef það á tilfinningunni að við munum vinna eitthvað í ár. Það er mín von og trú," sagði Ítalinn reffilegi.