Enski boltinn

Capello mun ræða við Hodgson um Gerrard

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Eins og fram hefur komið eru forráðamenn Liverpool æfir af reiði þar sem Steven Gerrard lék lengur með landsliðinu gegn Frökkum en um var rætt. Þess utan meiddist Gerrard í leiknum og verður frá um tíma.

Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, ætlar að ræða við Roy Hodgson, stjóra Liverpool, um málið.

Hodgson vildi ekki að Gerrard spilaði meira en 60 mínútur en Gerrard lék þar til hann meiddist.

"Ég mun ræða málið við Hodgson. Ég veit hversu mikilvægur Steven er fyrir Liverpool. Ég mun útskýra málið fyrir honum. Það voru margir ungir menn í þessum leik og ég þurfti á reynslunni að halda og Steven er fyrirliðinn okkar," sagði Capello.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×