Fótbolti

Nistelrooy vill spila með Hollandi á EM næsta sumar

Van the Man.
Van the Man.
Hollenski framherjinn Ruud van Nistelrooy hefur sent hollenska landsliðsþjálfaranum, Bert van Marwijk, þau skilaboð að hann sé klár í slaginn á EM næsta sumar ef krafta hans verður óskað.

Hinn 35 ára gamli framherji Malaga spilaði síðast með landsliðinu í 5-3 sigri á Ungverjum í undankeppni EM.

"Þá skoraði ég og get gert það aftur. Ég mun gera allt sem ég get til þess að komast í landsliðið næsta sumar," sagði Van Nistelrooy.

Þar sem Robin van Persie og Klaas-Jan Huntelaar hafa verið í miklu stuði í vetur er ólíklegt að Van Marwijk þurfi á reynsluboltanum að halda en Nistelrooy vonast til þess að þjálfarinn vilji hafa reynslumikinn mann til taks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×