Góðir sigrar Íslendingaliðanna í gær 19. ágúst 2007 00:01 Craig Bellamy sést hér fiska vítið sem Mark Noble skoraði úr sigurmark West Ham. Vítið var umdeilt og Steve Bruce, stjóri Birmingham, talaði um að reynslumikill leikmaður hafi þarna fiskað víti á óreyndan markvörð hans. NordicPhotos/AFP Íslendingaliðin West Ham, Reading og Portsmouth fögnuðu öll fyrsta sigri sínum í ensku úrvalsdeildinni í vetur, Reding og Portsmouth unnu bæði á heimavelli en West Ham tók þrjú stig með sér frá Birmingham. Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn Gunnarsson voru báðir í byrjunarliði Reading sem skaut Everton niður af toppnum með 1-0 sigri. Stephen Hunt skoraði sigurmarkið rétt fyrir hálfleik. „Ég hef borið mikla virðingu fyrir mínum liði í langan tíma og einu sinni sem oftar þá unnu þeir sér hana inn í bílförmum. Þetta voru þrjú mikilvæg stig eftir erfiðustu byrjun liðs á mínum stjóraferli," sagði Steve Coppell, stjóri Reading eftir leikinn. SammyLee, stjóri Bolton, átti bágt með sig eftir þriðja tap liðsins í þremur fyrstu leikjum tímabilsins.NordicPhotos/getty Mark Noble skoraði sigurmark West Ham úr vítaspyrnu í 1-0 útisigri á Birmingham en það var Craig Bellamy sem fiskaði vítið 20 mínútum fyrir leikslok og sá til þess að Eggert Magnússon og félagar gátu fagnað fyrstu stigum tímabilsins. "Við vorum góðir í seinni hálfleik og hvað vítið varðar þá er þetta þannig staða að stundum fær maður víti og stundum ekki," sagði Alan Curbishley sem kvartaði yfir því að vera skotspónn enskra fjölmiðla þessa daganna og sagði ekkert vandamál vera á milli sín og Bellamy þrátt fyrir fréttir um annað. Wigan er á toppnum eftir að hafa skellt lærisveinum Roy Keane í Sunderland 3-0. Þetta var fyrsta tap Keane sem stjóra í úrvalsdeildinni. „Það var mjög slæmt að missa fyrirliðann okkar í meiðsli fyrir leikinn. Maður reynir að taka með sér jákvæða hluti úr hverjum leik, ég veit ekki hvort þið hafið fundið eitthvað jákvætt hjá okkur í dag því ég á enn eftir að koma auga á það," sagði Keane eftir leikinn. Það gengur ekkert hjá Bolton og liðið tapað þriðja leiknum í röð þegar Heiðar Helguson heimsótti Hermann Hreiðarsson og félaga hjá Portsmouth. Bolton komst í 1-0 annan leikinn í röð en Portsmouth svaraði með tveimur laglegum mörkum það fyrra kom eftir góða varnarvinnu Hermanns sem var í byrjunarliðinu. Heiðar kom inn á sem varamaður í lokin. „Ég er ekki rólegur því það er ekki auðvelt að tapa fyrstu þremur leikjum tímabilsins en það jákvæða er að ég sér framfarir hjá liðinu," sagði Sammy Lee, stjóri Bolton eftir leikinn. Hann fékk stuðning frá Harry Redknapp, stjóra Portsmouth. „Sammy er í mjög erfiðu starfi að taka við af stóra Sam sem vann frábært starf. Litli Sam mun gera það gott um leið og hann nær í fyrstu stigin," sagði Redknapp. Tottenham hristi af sér slyðruorðið svo um munaði með 4-0 sigri á Derby þar sem þrjú markanna komu á fyrsta korteri leiksins, Spurs-liðið hafði tapað fyrstu tveimur leikjum sínum en nú var ekkert annað en sigur á dagskránni. „Þetta er mikill léttir fyrir alla. Það var hrikalegt að fá ekkert út úr tveimur fyrstu leikjum en mínir menn sýndu að þeir vildu standa sig vel fyrir stuðningsmennina okkar," sagði Martin Jol, stjóri Spurs. Það gekk ekkert upp hjá Fulham í 1-2 tapi fyrir Middlesbrough. Brian McBride fór úr hnélið þegar hann kom liðinu í 1-0, markvörðurinn Tony Warner gaf mark annan leikinn í röð, Hameur Bouazza fór úr axlarlið og þeir fengu síðan ekki jöfnunarmarkið dæmt gilt þótt að boltinn færi yfir línuna. Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira
Íslendingaliðin West Ham, Reading og Portsmouth fögnuðu öll fyrsta sigri sínum í ensku úrvalsdeildinni í vetur, Reding og Portsmouth unnu bæði á heimavelli en West Ham tók þrjú stig með sér frá Birmingham. Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn Gunnarsson voru báðir í byrjunarliði Reading sem skaut Everton niður af toppnum með 1-0 sigri. Stephen Hunt skoraði sigurmarkið rétt fyrir hálfleik. „Ég hef borið mikla virðingu fyrir mínum liði í langan tíma og einu sinni sem oftar þá unnu þeir sér hana inn í bílförmum. Þetta voru þrjú mikilvæg stig eftir erfiðustu byrjun liðs á mínum stjóraferli," sagði Steve Coppell, stjóri Reading eftir leikinn. SammyLee, stjóri Bolton, átti bágt með sig eftir þriðja tap liðsins í þremur fyrstu leikjum tímabilsins.NordicPhotos/getty Mark Noble skoraði sigurmark West Ham úr vítaspyrnu í 1-0 útisigri á Birmingham en það var Craig Bellamy sem fiskaði vítið 20 mínútum fyrir leikslok og sá til þess að Eggert Magnússon og félagar gátu fagnað fyrstu stigum tímabilsins. "Við vorum góðir í seinni hálfleik og hvað vítið varðar þá er þetta þannig staða að stundum fær maður víti og stundum ekki," sagði Alan Curbishley sem kvartaði yfir því að vera skotspónn enskra fjölmiðla þessa daganna og sagði ekkert vandamál vera á milli sín og Bellamy þrátt fyrir fréttir um annað. Wigan er á toppnum eftir að hafa skellt lærisveinum Roy Keane í Sunderland 3-0. Þetta var fyrsta tap Keane sem stjóra í úrvalsdeildinni. „Það var mjög slæmt að missa fyrirliðann okkar í meiðsli fyrir leikinn. Maður reynir að taka með sér jákvæða hluti úr hverjum leik, ég veit ekki hvort þið hafið fundið eitthvað jákvætt hjá okkur í dag því ég á enn eftir að koma auga á það," sagði Keane eftir leikinn. Það gengur ekkert hjá Bolton og liðið tapað þriðja leiknum í röð þegar Heiðar Helguson heimsótti Hermann Hreiðarsson og félaga hjá Portsmouth. Bolton komst í 1-0 annan leikinn í röð en Portsmouth svaraði með tveimur laglegum mörkum það fyrra kom eftir góða varnarvinnu Hermanns sem var í byrjunarliðinu. Heiðar kom inn á sem varamaður í lokin. „Ég er ekki rólegur því það er ekki auðvelt að tapa fyrstu þremur leikjum tímabilsins en það jákvæða er að ég sér framfarir hjá liðinu," sagði Sammy Lee, stjóri Bolton eftir leikinn. Hann fékk stuðning frá Harry Redknapp, stjóra Portsmouth. „Sammy er í mjög erfiðu starfi að taka við af stóra Sam sem vann frábært starf. Litli Sam mun gera það gott um leið og hann nær í fyrstu stigin," sagði Redknapp. Tottenham hristi af sér slyðruorðið svo um munaði með 4-0 sigri á Derby þar sem þrjú markanna komu á fyrsta korteri leiksins, Spurs-liðið hafði tapað fyrstu tveimur leikjum sínum en nú var ekkert annað en sigur á dagskránni. „Þetta er mikill léttir fyrir alla. Það var hrikalegt að fá ekkert út úr tveimur fyrstu leikjum en mínir menn sýndu að þeir vildu standa sig vel fyrir stuðningsmennina okkar," sagði Martin Jol, stjóri Spurs. Það gekk ekkert upp hjá Fulham í 1-2 tapi fyrir Middlesbrough. Brian McBride fór úr hnélið þegar hann kom liðinu í 1-0, markvörðurinn Tony Warner gaf mark annan leikinn í röð, Hameur Bouazza fór úr axlarlið og þeir fengu síðan ekki jöfnunarmarkið dæmt gilt þótt að boltinn færi yfir línuna.
Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira