Fótbolti

Koscielny vill fá M'Vila til Arsenal

Yann M'Vila.
Yann M'Vila.
Franski landsliðsmaðurinn hjá Arsenal, Laurent Koscielny, vill ólmur fá félaga sinn í landsliðinu, Yann M'Vila, til Arsenal í sumar. M'Vila spilar með Rennes í Frakklandi og hefur verið orðaður við Arsenal upp á síðkastið.

"Ég veit ekki hvað Arsenal ætlar að gera. Ég sé bara blöðin því Wenger segir okkur ekki frá neinu. Ég væri í það minnsta til í að fá hann í okkar lið," sagði Koscielnu.

"Yann er gríðarlega hæfileikaríkur. Hann er sterkur með boltann og gert ótrúlega hluti. Ég er viss um að hann myndi spjara sig í ensku úrvalsdeildinni. Ég mun reyna að sannfæra hann um að koma á meðan við verðum saman á EM," sagði varnarmaðurinn léttur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×